Biðlar til ökumanna að sýna ökunemum virðingu: „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:59 Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt. Umferðaröryggi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt.
Umferðaröryggi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira