Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 07:31 Frá Manila, höfuðborg Filippseyja. Vísir/Getty Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið. Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið.
Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15
Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39