Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan á samstöðufundinum í dag. Vísir/Nadine Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04