Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 14:18 Frá staðnum við Halsa þar sem Keikó rak á land árið 2003. Getty Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju. Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju.
Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira