Mál Muhammeds hafi varpað ljósi á galla í kerfinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að mál Muhammeds litla, sem er sjö ára pakistanskur drengur og fjölskyldu hans hafa varpað ljósi á galla í kerfinu. Því hafi hún ákveðið að gera breytingar og mun hún kynna reglugerð um styttri málsmeðferðartíma í málum barnafjölskyldna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Þá sé verið að skoða að fjölga starfsmönnum hjá Útlendingastofnun. Í gær ákváðu stjórnvöld að fresta því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans úr landi í dag. Fyrirhugaðri brottvísun þeirra var harðlega mótmælt um helgina meðal annars með undirskriftalista. Fjölskyldan, sem kemur frá Pakistan, hefur dvalið hér á landi í 26 mánuði en fengu endanlega synjun um hæli eftir tæpa 18 mánuði. Skömmu eftir að undirskriftalistinn var afhentur í gær sendi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, frá sér tilkynningu um að hámarkstími málsmeðferðar yrði styttur úr átján mánuðum í sextán þar sem börn eiga í hlut. Hún mun kynna reglugerð á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Málsmeðferðartíminn almennt undir sjö mánuðum „Almennt viljum við auðvitað að niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála séu endanlegar og það er auðvitað markmiði okkar að málsmeðferðartíminn sé styttur en það er auðvitað gagnrýnisvert að það komi upp eitt og eitt mál þar sem tíminn er óhæfilega langur,“ segir Áslaug Arna. Eins og í máli Muhammeds sem hafi orðið til þess að hún hafi ákveðið að gera breytingar. Vissulega sé það gagnrýnisvert að reglur séu sniðnar eftir einstaka málum. „Það á að vera jafnræði í kerfinu okkar og við breytum ekki lögunum fyrir einstaka fjölskyldur, heldur kerfinu sem slíku. Eins og í þessu máli kemur upp mál sem varpar upp ákveðnum galla á kerfinu okkar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að nokkrar fjölskyldur muni falla undir breytingarnar. Almennt sé málsmeðferðartíminn þó undir sjö mánuðum. „En auðvitað tekur vinnsla sumra mála lengri tíma og þarna erum við að setja mörk þar sem við teljum að það sé óeðlilegt annað en að gefa fólki mannúðarleyfi á grundvelli þess að það hefur tekið of langan tíma,“ segir Áslaug. 16 mánaða tímaramminn muni miðast við það tímamark þegar fólk fær endanlega niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Þá sé verið að skoða hvort gera þurfi breytingar hjá Útlendingastofnun. „Við erum að greina það hvort það þurfi að fjölga starfsmönnum sérstaklega til að minnka málsmeðferðartíma,“ segir Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34 Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála, segir ljóst að nokkur máli falli undir þær breytingar sem dómsmálaráðherra gerði í gær um að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. 3. febrúar 2020 10:34
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. 2. febrúar 2020 19:15