Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 13:28 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. Li var í kjölfarið ávítaður af lögreglu fyrir að „bera út slúður“ en í byrjun febrúar veiktist hann sjálfur alvarlega af völdum veirunnar. Alls eru nú 425 látnir af völdum veirunnar og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest á heimsvísu, langflest þó í Kína. Veirunnar varð fyrst vart í Wuhan í desember þegar fólk tók að veikjast af óþekktri öndunarfærasýkingu. Bað vini sína að hafa varann á Bæði BBC og CNN ræða við umræddan lækni, Li Wenliang, í fréttum sínum í dag. Li vakti fyrst máls á veirunni, sem þá var óþekkt, þann 30. desember síðastliðinn. Þá sendi hann bekkjarfélögum sínum úr læknisfræðinni skilaboð í gegnum spjallforritið WeChat þar sem hann sagði frá því að sjö einstaklingar hefðu verið greindir með veikindi af völdum veiru sem líktist SARS-veirunni. Þessir einstaklingar væru í einangrun á sjúkrahúsi í Wuhan. Li sagði að veiran væri að öllum líkindum afbrigði af kórónaveirunni og bað vini sína að hafa varann á. Skjáskot af samtalinu fóru í kjölfarið eins og eldur í sinu um netheima í Kína. Nafn Li fylgdi með. Í frétt CNN kemur fram að sama dag og Li sendi vinum sínum skilaboð hafi heilbrigðisyfirvöld í Wuhan gefið út varúðartilkynningu vegna „óþekktrar lungnabólgu“ sem greinst hafði á sjúkrahúsi þar í borg. Í tilkynningunni var jafnframt tekið fram að engar upplýsingar mætti gefa um hin dularfullu veikindi án tilskilinna leyfa. Á gamlársdag var Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni tilkynnt um faraldurinn. Lagður inn á gjörgæslu Li var þó alls ekki laus allra mála. Hann segir að skömmu eftir að skjáskotin fóru í dreifingu hafi lögregla í Wuhan sakað hann um að bera út slúður. Þann 3. janúar var hann svo aftur ávítaður af lögreglu fyrir að „dreifa slúðri á netinu“ og „valda alvarlegum glundroða í samfélaginu“. Þá var hann einnig látinn skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi „misgjörðir“ sínar og hét því að verða aldrei uppvís að slíku aftur. Li sneri svo aftur til vinnu á sjúkrahúsinu í Wuhan og lýsir því að honum hafi fundist hann algjörlega hjálparvana. Þann 10. janúar byrjaði Li svo að finna fyrir einkennum hinnar nýju kórónaveiru eftir að hafa sinnt sjúklingi á spítalanum. Hann varð í kjölfarið alvarlega veikur og var lagður inn á gjörgæslu. 1. febrúar var hann greindur með kórónaveirusmit. Kínversk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa tekið illa á málum í árdaga útbreiðslu veirunnar. Þannig tilkynnti lögregla í Wuhan að hún hefði beitt lagalegum þvingunum gegn átta einstaklingum vegna „slúðurs“ um hina óþekktu lungnabólgu sem þeir hefðu birt og dreift á netinu. Ekki er ljóst hvort Li var einn þeirra en Hæstiréttur í Kína hefur nú ávítað stjórnvöld fyrir meðferðina á hópnum. Skýrt þykir að viðvaranir fólksins hefðu getað komið sér vel í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar í upphafi. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Áður hefur verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni. Umfjöllun CNN. Umfjöllun BBC. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. Li var í kjölfarið ávítaður af lögreglu fyrir að „bera út slúður“ en í byrjun febrúar veiktist hann sjálfur alvarlega af völdum veirunnar. Alls eru nú 425 látnir af völdum veirunnar og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest á heimsvísu, langflest þó í Kína. Veirunnar varð fyrst vart í Wuhan í desember þegar fólk tók að veikjast af óþekktri öndunarfærasýkingu. Bað vini sína að hafa varann á Bæði BBC og CNN ræða við umræddan lækni, Li Wenliang, í fréttum sínum í dag. Li vakti fyrst máls á veirunni, sem þá var óþekkt, þann 30. desember síðastliðinn. Þá sendi hann bekkjarfélögum sínum úr læknisfræðinni skilaboð í gegnum spjallforritið WeChat þar sem hann sagði frá því að sjö einstaklingar hefðu verið greindir með veikindi af völdum veiru sem líktist SARS-veirunni. Þessir einstaklingar væru í einangrun á sjúkrahúsi í Wuhan. Li sagði að veiran væri að öllum líkindum afbrigði af kórónaveirunni og bað vini sína að hafa varann á. Skjáskot af samtalinu fóru í kjölfarið eins og eldur í sinu um netheima í Kína. Nafn Li fylgdi með. Í frétt CNN kemur fram að sama dag og Li sendi vinum sínum skilaboð hafi heilbrigðisyfirvöld í Wuhan gefið út varúðartilkynningu vegna „óþekktrar lungnabólgu“ sem greinst hafði á sjúkrahúsi þar í borg. Í tilkynningunni var jafnframt tekið fram að engar upplýsingar mætti gefa um hin dularfullu veikindi án tilskilinna leyfa. Á gamlársdag var Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni tilkynnt um faraldurinn. Lagður inn á gjörgæslu Li var þó alls ekki laus allra mála. Hann segir að skömmu eftir að skjáskotin fóru í dreifingu hafi lögregla í Wuhan sakað hann um að bera út slúður. Þann 3. janúar var hann svo aftur ávítaður af lögreglu fyrir að „dreifa slúðri á netinu“ og „valda alvarlegum glundroða í samfélaginu“. Þá var hann einnig látinn skrifa undir yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi „misgjörðir“ sínar og hét því að verða aldrei uppvís að slíku aftur. Li sneri svo aftur til vinnu á sjúkrahúsinu í Wuhan og lýsir því að honum hafi fundist hann algjörlega hjálparvana. Þann 10. janúar byrjaði Li svo að finna fyrir einkennum hinnar nýju kórónaveiru eftir að hafa sinnt sjúklingi á spítalanum. Hann varð í kjölfarið alvarlega veikur og var lagður inn á gjörgæslu. 1. febrúar var hann greindur með kórónaveirusmit. Kínversk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa tekið illa á málum í árdaga útbreiðslu veirunnar. Þannig tilkynnti lögregla í Wuhan að hún hefði beitt lagalegum þvingunum gegn átta einstaklingum vegna „slúðurs“ um hina óþekktu lungnabólgu sem þeir hefðu birt og dreift á netinu. Ekki er ljóst hvort Li var einn þeirra en Hæstiréttur í Kína hefur nú ávítað stjórnvöld fyrir meðferðina á hópnum. Skýrt þykir að viðvaranir fólksins hefðu getað komið sér vel í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar í upphafi. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Áður hefur verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni. Umfjöllun CNN. Umfjöllun BBC.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02