Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2020 11:43 Kólnunin í efnhagslífinu hefur orðið meiri en gert hafði verið ráð fyrir og hugsanlega erum við að sigla inní sannkallað vetrarríki í þeim efnum. „Menn hafa verið of seinir að átta sig,“ segir Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann er þar aðspurður að tala um kólnun hagkerfisins sem hefur verið meiri en við var búist. „Efnahagshorfurnar fyrir þetta ár eru ekkert góðar,“ segir Ingólfur spurður hvort menn hafi verið að fegra myndina eða flotið sofandi að feigðarósi? Hann segir að fyrir hafi legið spár sem hljóðuðu uppá dágóðan hagvöxt en ekki hafi verið innistæða fyrir þeim. Hann segir að þau hjá Samtökum iðnaðarins hafi vakið máls á því á sínum tíma. „Hvaðan á þessi hagvöxtur að koma? Við sáum það ekki fyrir okkur að það myndi kannski reddast eins og síðast með auknum fjölda feðramanna eða uppsveiflu í sjávarútvegi eins og varð með makríl á sínum tíma.“ Uppsagnir og hagræðing fyrirtækja Ingólfur rekur, í þessu samhengi, samkeppnisstöðu iðnaðarins; að hún sé ekki góð í þess samhengi en þar eru laun og kostnaður fyrirtækja hár í samanburði við samkeppnisaðila utan landsteina. „Raungengi krónunnar hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár og stendur mjög hátt sögulega séð. Laun eru mjög há í alþjóðlegum samanburði. Fyrir framleiðsluiðnaðinn að vaxa við þessar að kringumstæður og auka gjaldeyristekjur, það er … áskorun getum við sagt.“ Ingólfur Bender lýsir býsna svartri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.Samtök iðnaðarins Fyrirtæki hafa að undanförnu verið að bregðast við þessari hröðu kólnun með hagræðingu og uppsögnum. Að sögn Ingólfs hefur framleiðsluiðnaðurinn verið að dragast saman og hið sama er gerast í byggingariðnaði. „Fjárfesting atvinnuveganna hefur verið á leiðinni niður, við höfum séð samdrátt þar sem og í íbúðafjárfestingu, séð samdrátt þar á fyrstu byggingarstigum. Kjarninn í þessu er kannski sá að þegar við horfum á þetta ár og kannski næsta ár líka, þá erum við ekki að sjá þennan vöxt í gjaldeyristekjum sem við þurfum til að drífa hagvöxt hér á landi. Það eru þessi slæmu vaxtarskilyrði, þessi erfiðu samkeppnishæfiskilyrði fyrir samkeppnisiðnaðinn, sem eru að draga úr vexti. Og varðandi auðlindadrifnu greinarnar; maður sér ekki að þar sé að myndast uppsveifla. Og þá erum við að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg og orkusækna iðnaðinn.“ Slæmar fréttir á öllum póstum Og þar blasa við slæmar fréttir á öllum póstum. Í sjávarútvegi er loðnubrestur, ferðaþjónustan er að takast á við Wohan-veiruna og varðandi hinn orkusækna iðnað þá er verið að minnka framleiðslu á áli vegna erfiðrar markaðsstöðu.Þetta er býsna svört staða? „Jájá, við höfum talað um óveðurský í þessu sambandi, sem eru að myndast yfir landinu. Það er ekki orðum aukið.“ Ingólfur bendir á að í fyrra hafi landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á velmegun, verið að dragast saman. Og þá talsvert í sögulegu ljósi, slíkur samdráttur hefur ekki sést síðan 2010. Hagvaxtarspár verða svartari og svartari. „Já, í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og við erum að sjá atvinnuleysi í 4,3 prósentum sem er hátt sögulega séð. Spár nú hljóða uppá að atvinnuleysi verði nokkuð yfir fjórum prósentum sem er hátt. Staðan hvað það varðar er ekki góð. Við erum að horfa á raunhæfan möguleika á því að við séum að festast í tímabili, nokkuð löngu hugsanlega, þar sem verður hægur hagvöxtur og mikið atvinnuleysi á okkar mælikvarða.“ Þýðir ekki að segja að þetta reddist Ingólfur segir að ekki dugi annað en fara í raunverulegar aðgerðir til að efla stöðu atvinnulífsins. „Við verðum að bregðast við, ekki dugar að sitja og segja: Þetta reddast. Þar höfum við verið að horfa til starfsumhverfis fyrirtækja, vaxtastigsins, auka aðgengi að lánsfjármagni, að ríkið eigi að reka sig með halla og þannig lyfta undir eftirspurnarstig í hagkerfinu, ríki og sveitarfélög ættu að lækka álögur á fyrirtæki svo sem með lækkun fasteignaskatta og tryggingagjalds.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verk að vinna; kólnunin í efnahagsmálum er talsvert meiri en menn höfðu gert ráð fyrir.visir/vilhelm Hvað útgjaldahliðina varðar hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á auknar innviðaframkvæmdir, aðgerðir til að auka nýsköpun, menntamál og svo framvegis. Stjórnvöld verða að bregðast við Ingólfur segir fjölmargt sem hægt er að gera en hættan er sú að menn fari ekki nægilega hratt í það. Hann segir að greina megi viðleitni í rétta átt bæði af hálfu ríkis og sumra sveitarfélaga. „En við höfum verið að sjá of lítið gert og of seint. Sama er með peningastjórnunina, menn hafa þar verið að lækka vexti en það hefðum við vilja sjá gerast hraðar.“ Menn hafa sofið á verðinum en einhverja jákvæða punkta má sjá svo sem þá að staðan til að takast á við þessa miklu kólnun er sterk; Ingólfur vill sjá stjórnvöld nýta það. „Skuldastaða hins opinbera er tiltölulega sterk og við eigum að nýta það til að örva efnahagslífið. Við erum með ytri stöðu þjóðarbúsins tiltölulega góða, afgang af utanríkisviðskiptum og okkur hefur tekist að halda stöðugleikanum hingað til, ef horft er til verðbólgu, sem gefur Seðlabankanum svigrúm til að beita stýrivöxtum til að örva hagkerfið til vaxtar.“ Efnahagsmál Tengdar fréttir Hópuppsagnir í janúar náðu til 95 manns Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 95 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. febrúar 2020 11:36 Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Menn hafa verið of seinir að átta sig,“ segir Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann er þar aðspurður að tala um kólnun hagkerfisins sem hefur verið meiri en við var búist. „Efnahagshorfurnar fyrir þetta ár eru ekkert góðar,“ segir Ingólfur spurður hvort menn hafi verið að fegra myndina eða flotið sofandi að feigðarósi? Hann segir að fyrir hafi legið spár sem hljóðuðu uppá dágóðan hagvöxt en ekki hafi verið innistæða fyrir þeim. Hann segir að þau hjá Samtökum iðnaðarins hafi vakið máls á því á sínum tíma. „Hvaðan á þessi hagvöxtur að koma? Við sáum það ekki fyrir okkur að það myndi kannski reddast eins og síðast með auknum fjölda feðramanna eða uppsveiflu í sjávarútvegi eins og varð með makríl á sínum tíma.“ Uppsagnir og hagræðing fyrirtækja Ingólfur rekur, í þessu samhengi, samkeppnisstöðu iðnaðarins; að hún sé ekki góð í þess samhengi en þar eru laun og kostnaður fyrirtækja hár í samanburði við samkeppnisaðila utan landsteina. „Raungengi krónunnar hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár og stendur mjög hátt sögulega séð. Laun eru mjög há í alþjóðlegum samanburði. Fyrir framleiðsluiðnaðinn að vaxa við þessar að kringumstæður og auka gjaldeyristekjur, það er … áskorun getum við sagt.“ Ingólfur Bender lýsir býsna svartri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.Samtök iðnaðarins Fyrirtæki hafa að undanförnu verið að bregðast við þessari hröðu kólnun með hagræðingu og uppsögnum. Að sögn Ingólfs hefur framleiðsluiðnaðurinn verið að dragast saman og hið sama er gerast í byggingariðnaði. „Fjárfesting atvinnuveganna hefur verið á leiðinni niður, við höfum séð samdrátt þar sem og í íbúðafjárfestingu, séð samdrátt þar á fyrstu byggingarstigum. Kjarninn í þessu er kannski sá að þegar við horfum á þetta ár og kannski næsta ár líka, þá erum við ekki að sjá þennan vöxt í gjaldeyristekjum sem við þurfum til að drífa hagvöxt hér á landi. Það eru þessi slæmu vaxtarskilyrði, þessi erfiðu samkeppnishæfiskilyrði fyrir samkeppnisiðnaðinn, sem eru að draga úr vexti. Og varðandi auðlindadrifnu greinarnar; maður sér ekki að þar sé að myndast uppsveifla. Og þá erum við að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg og orkusækna iðnaðinn.“ Slæmar fréttir á öllum póstum Og þar blasa við slæmar fréttir á öllum póstum. Í sjávarútvegi er loðnubrestur, ferðaþjónustan er að takast á við Wohan-veiruna og varðandi hinn orkusækna iðnað þá er verið að minnka framleiðslu á áli vegna erfiðrar markaðsstöðu.Þetta er býsna svört staða? „Jájá, við höfum talað um óveðurský í þessu sambandi, sem eru að myndast yfir landinu. Það er ekki orðum aukið.“ Ingólfur bendir á að í fyrra hafi landsframleiðsla á mann, sem er mælikvarði á velmegun, verið að dragast saman. Og þá talsvert í sögulegu ljósi, slíkur samdráttur hefur ekki sést síðan 2010. Hagvaxtarspár verða svartari og svartari. „Já, í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og við erum að sjá atvinnuleysi í 4,3 prósentum sem er hátt sögulega séð. Spár nú hljóða uppá að atvinnuleysi verði nokkuð yfir fjórum prósentum sem er hátt. Staðan hvað það varðar er ekki góð. Við erum að horfa á raunhæfan möguleika á því að við séum að festast í tímabili, nokkuð löngu hugsanlega, þar sem verður hægur hagvöxtur og mikið atvinnuleysi á okkar mælikvarða.“ Þýðir ekki að segja að þetta reddist Ingólfur segir að ekki dugi annað en fara í raunverulegar aðgerðir til að efla stöðu atvinnulífsins. „Við verðum að bregðast við, ekki dugar að sitja og segja: Þetta reddast. Þar höfum við verið að horfa til starfsumhverfis fyrirtækja, vaxtastigsins, auka aðgengi að lánsfjármagni, að ríkið eigi að reka sig með halla og þannig lyfta undir eftirspurnarstig í hagkerfinu, ríki og sveitarfélög ættu að lækka álögur á fyrirtæki svo sem með lækkun fasteignaskatta og tryggingagjalds.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verk að vinna; kólnunin í efnahagsmálum er talsvert meiri en menn höfðu gert ráð fyrir.visir/vilhelm Hvað útgjaldahliðina varðar hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á auknar innviðaframkvæmdir, aðgerðir til að auka nýsköpun, menntamál og svo framvegis. Stjórnvöld verða að bregðast við Ingólfur segir fjölmargt sem hægt er að gera en hættan er sú að menn fari ekki nægilega hratt í það. Hann segir að greina megi viðleitni í rétta átt bæði af hálfu ríkis og sumra sveitarfélaga. „En við höfum verið að sjá of lítið gert og of seint. Sama er með peningastjórnunina, menn hafa þar verið að lækka vexti en það hefðum við vilja sjá gerast hraðar.“ Menn hafa sofið á verðinum en einhverja jákvæða punkta má sjá svo sem þá að staðan til að takast á við þessa miklu kólnun er sterk; Ingólfur vill sjá stjórnvöld nýta það. „Skuldastaða hins opinbera er tiltölulega sterk og við eigum að nýta það til að örva efnahagslífið. Við erum með ytri stöðu þjóðarbúsins tiltölulega góða, afgang af utanríkisviðskiptum og okkur hefur tekist að halda stöðugleikanum hingað til, ef horft er til verðbólgu, sem gefur Seðlabankanum svigrúm til að beita stýrivöxtum til að örva hagkerfið til vaxtar.“
Efnahagsmál Tengdar fréttir Hópuppsagnir í janúar náðu til 95 manns Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 95 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. febrúar 2020 11:36 Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hópuppsagnir í janúar náðu til 95 manns Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 95 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. febrúar 2020 11:36
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00