Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skilaði gögnum vegna vinnustöðvunar til Reykjavíkurborgar og Ríkissáttasemjara í lok janúar. Vísir/vilhelm Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Fundurinn hófst klukkan 15 en var slitið um klukkustund síðar án niðurstöðu. Fyrirhuguð vinnustöðvun Eflingarfólks í borginni hefst því á miðnætti og stendur yfir allan morgundaginn. Verkfall morgundagsins verður sambærilegt því sem Efling blés til á þriðjudag. Þá lagði Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu niður störf frá hádegi til miðnættis. Vinnustöðvun þess hefst hins vegar klukkan 00:01 á morgun og stendur yfir til klukkan 23:59. Rétt eins og á þriðjudag má búast við mestri röskun á starfsemi leikskóla á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fellur það oftast í hlut Eflingarfólks að opna og loka leikskólunum og því má gera ráð fyrir skerðingu á opnunartíma „í báða enda.“ Áhrif verkfallsins eru þó mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinuForeldrar leikskólabarna hafa fengið bréf frá skólastjórnendum þar sem áhrif vinnustöðvunarinnar eru útlistuð. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Fundurinn hófst klukkan 15 en var slitið um klukkustund síðar án niðurstöðu. Fyrirhuguð vinnustöðvun Eflingarfólks í borginni hefst því á miðnætti og stendur yfir allan morgundaginn. Verkfall morgundagsins verður sambærilegt því sem Efling blés til á þriðjudag. Þá lagði Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu niður störf frá hádegi til miðnættis. Vinnustöðvun þess hefst hins vegar klukkan 00:01 á morgun og stendur yfir til klukkan 23:59. Rétt eins og á þriðjudag má búast við mestri röskun á starfsemi leikskóla á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fellur það oftast í hlut Eflingarfólks að opna og loka leikskólunum og því má gera ráð fyrir skerðingu á opnunartíma „í báða enda.“ Áhrif verkfallsins eru þó mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinuForeldrar leikskólabarna hafa fengið bréf frá skólastjórnendum þar sem áhrif vinnustöðvunarinnar eru útlistuð. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00
Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50