Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:02 Farþegaflugvélin stórskemmdist þegar hún rann út á engi við hlið flugbrautarinnar. Vísir/Getty Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í kvöld. Á sama tíma hefur opinber tala slasaðra hækkað úr 120 í 157. Koca sagði hin slösuðu hafa verið flutt á fleira en eitt sjúkrahús og að þrír hafi þurft að gangast undir læknisaðgerð. Tveir aðrir eru sagðir vera á gjörgæslu eftir slysið en engir hinna fimm einstaklinga eru taldir vera í lífshættu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja fyllilega á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39