Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Sólarhringsverkfall starfsmanna Eflingar hjá borginni stendur enn yfir og gert er ráð fyrir þremur sólarhringsverkföllum í næstu viku ef ekki verður samið. Efling hefur fallist á taxtahækkanir í takt við lífskjarasamninginn sem nema samtals 90 þúsund krónum. En til viðbótar er krafist leiðréttingar á lægstu launum, frá ríflega tuttugu þúsund krónum upp í ríflega fimmtíu þúsund krónur. Lægstu launin myndu þá hækka um ríflega 142 þúsund krónur. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, vill ekki svara því beint hvort það sé leiðréttingin sem standi í vegi fyrir samningum. „Ég get ekki svarað þessu öðru en því að við erum að fara vel yfir einstök mál og þar kemur launaliðurinn inn í," segir Harpa. Nefnt hefur verið að ef laun ófaglærðra starfsmanna á leikskóla fái þá hækkun sem krafa er um séu þau komin of nálægt launum fagmenntaðra leikskólakennara. „Við erum að horfa í það að það var samið um ákveðinn grunn í lífskjarasamningi og við erum ekki eyland þar.“Þannig að leiðréttingin passar ekki þarna inn í?„Við erum að skoða þetta í einu stóru samhengi. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir Harpa. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti skýrt að það sé leiðréttingin sem standi í nefndinni. „Já, ég myndi segja að það væri okkar afstaða að þau hafa ekki sýnt henni neinn áhuga.“En eru þessar launahækkanir með viðbættri leiðréttingu of nálægt launum faglærðra leikskólakennara? „Nei. Ég held að það sem búi til erfiðleika er það óþolandi ástand sem hefur látið líðast,“ svarar Sólveig Anna og bendir á að við verkfallsvörslu í dag hafi hún fundið mikinn stuðning frá starfsfólki leikskóla sem komi frá öðrum stéttarfélögum, þar á meðal leikskólakennurum.En ættu ófaglærðir ekki sannarlega að vera með lægri laun en faglærðir kennarar?„Þetta er mjög stór siðferðisleg og pólitísk spurning,“ segir Sólveig Anna og bendir á að svarið sé tilefni í mikla umræðu sem hún ætli ekki að taka að þessu sinni. „Við erum aftur á móti í þeirri stöðu að Eflingarfólk er í mjög miklum mæli að ganga markvisst í þau störf sem faglærðir leikskólakennarar ættu sannarlega að vera að starfa en gera ekki af ýmsum ástæðum. Þá hlýt ég að spyrja á móti: „Er eðlilegt að gera allar sömu kröfur til starfsfólks, láta það bera mjög mikla ábyrgð eins og fjöldi deildarstjóra í Eflingu, en greiða laun sem duga ekki til að komast af á.“Fyrirsögnin fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti. 6. febrúar 2020 15:38
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26