Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 07:19 Læknirinn Li Wenliang varaði við veirunni í desember. Weibo Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. Li Wenliang var 34 ára gamall augnlæknir á sjúkrahúsi í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín. Hann sendi öðrum læknum viðvörun vegna útbreiðslu kórónuveirunnar 30. desember. Ráðlagði hann læknunum að klæðast hlífðarklæðum til að forðast smit. Sjá einnig: Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Lögreglumenn höfðu í kjölfarið afskipti af Li og skipuðu honum að hætta því. Li var látinn skrifar undir bréf þar sem hann var sakaður um að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Yfirvöld báðu Li síðar afsökunar. Skömmu síðar smitaðist Li af veirunni. Hann greindist loks með hana 30. janúar, veiktist alvarlega og lést í gær. „Ég skil ekki“ Kínverjar minnast nú Li í færslum á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Andlát hans varð fljótt langvinsælasta umræðuefnið á miðlinum í gær og notendur kröfðu margir kínversk yfirvöld um frekari afsökunarbeiðni vegna málsins og sökuðu embættismenn um þöggunartilburði. Þá var einnig töluvert um það að fólk birti myndir af sér með skurðgrímur fyrir vitunum í minningu Li. Á skurðgrímurnar hafði gjarnan verið ritað: „Ég skil ekki“ eða „Við munum aldrei gleyma“. Notendur notuðu jafnframt margir tækifærið til að berjast fyrir auknu tjáningarfrelsi í Kína en færslur þess efnis hlutu ekki náð fyrir augum lögreglu og voru fjarlægðar, að því er segir í frétt Guardian um málið. Tvær helstu stofnanir spillingarlögreglu í Kína brugðust báðar við málinu með sameiginlegri yfirlýsingu á vefsíðum sínum í gær. Yfirlýsingin var stutt; í henni kom einungis fram að fulltrúar stofnananna yrðu sendir til Wuhan til að rannsaka þau „vandamál sem almenningur hefði vakið máls á varðandi Li Wenliang, lækni“. Yfirvöld í Kína hafa áður viðurkennt alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni. Þá hefur ítrekað verið greint frá óánægju Kínverja í garð stjórnvalda og þau sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins. Þá eru embættismenn sagðir hafa jafnvel gengið svo langt að þagga niður fréttir af veirunni, nú síðast í kringum andlát læknisins. Wuhan-veiran breiðist hratt út. Alls eru nú 636 látnir af völdum hennar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09