Íslendingur lést í fallhlífarstökki í Taílandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 13:47 Stefan Eiríksson Andersson var reyndur fallhlífarstökkvari. Vísir Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina. Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag. Stefan Eiríksson Andersen hafði töluverða reynslu af fallhlífarstökki en í umfjöllun erlendra miðla kemur fram að fallhlíf hans hafi ekki opnast nema að hluta. Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Stefan hét Stefan Islændinge Andersen á Facebook og vísaði þannig til tengsla sinna við Ísland. Hann var uppalinn í Danmörku og bjó líkt og fleiri fjölskyldumeðlimir í bænum Kalundborg á Sjálandi. Af Facebook-síðu Stefans má ráða að ferðalag hans hafi hafist þann 27. desember þegar hann flaug frá Danmörku til Kína. Þann 26. janúar flaug hann svo til Taílands. Stefan fannst meðvitundarlaus í nágrenni flugvallar í Si Racha héraði í Taílandi. Eftir að skyndihjálp hafði verið reynd var hann fluttur á sjúkrahús. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum. Stefan var þekktur í samfélagi fallhlífastökkvara en hafði ekki verið virkur í félagi þeirra undanfarin ár að sögn stjórnarmanns í félaginu. Í frétt Sjællandske Nyheder kemur fram að slysið sé til rannsóknar hjá yfirvöldum í Taílandi. Si Racha er um 120 kílómetra suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands. Samkvæmt miðlum í Taílandi voru starfsmenn fyrirtækisins sem sá um fallhlífastökkið yfirheyrðir eftir slysið. Að þeirra sögn var ekkert að fallhlífinni áður en farið var um borð í flugvélina.
Andlát Danmörk Íslendingar erlendis Taíland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira