Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 15:19 Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela árið 2010. Lögreglan í Venesúela Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega.
Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42