Fjórar fjallagórillur létust þegar þær urðu fyrir eldingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 15:30 Górillurnar voru fjórar og ein þeirra var þunguð. getty/Thierry Falise Fjórar sjaldgæfar fjallagórillur, þar á meðal þungað kvendýr, dóu í Úganda eftir að þær urðu fyrir eldingu. Þetta segja dýraverndunarsamtök. Þrjú fullvaxta kvendýr voru í hópnum og einn karlkyns górilluungi en þau fundust látin í Mgahinga þjóðgarðinum í Úganda með mikla áverka sem bentu til raflosts. Náttúruverndarsamtök á svæðinu segja þetta mikinn miss en aðeins eru rétt rúmlega þúsund fjallagórillur eftir. Stofninn heldur sig aðeins til á ákveðnum vernduðum svæðum í Austur-Kongó, Rúanda og Úganda. Aðeins rétt rúmlega þúsund dýr eru eftir af tegund fjallagórilla.getty/Thierry Falise Dýrin fjögur sem létust voru hluti af sautján dýra hópi, sem hefur verið kallaður Hirwa fjölskyldan af yfirvöldum. Hirwa fjölskyldan fluttist yfir landamærin frá Rúanda inn í Úganda í fyrra og hefur síðan búið í Mgahinga þjóðgarðinum. Mgahinga er í Virunga Massif fjallgarðinum sem liggur á landamærum Úganda, Rúanda og Austur-Kongó. Fjölskyldumeðlimirnir þrettán sem eru eftirlifandi í Hirwa fjölskyldunni eru öll heil á húfi og matast. Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr krufningu til að staðfesta hver dánarorsökin var. Gert er ráð fyrir að það komi í ljós innan þriggja vikna. Árið 2018 komst tegund fjallagórilla af lista yfir dýr í mikilli útrýmingarhættu í kjölfar drastískra björgunaraðgerða. Austur-Kongó Dýr Rúanda Úganda Tengdar fréttir Górillur taka sjálfu með þjóðgarðsvörðum Tvær górillur stilltu sér upp fyrir sjálfu með þjóðgarðsvörðum í þjóðgarði í Kongó. 22. apríl 2019 12:07 Simpansar og górillur drápust í eldsvoða Eldsvoði á nýársnótt varð yfir 30 dýrum í Krefeld-dýragarðinum í Þýskalandi að bana á nýársnótt. Lögreglan telur að flugeldar gætu hafa valdið eldinum. 1. janúar 2020 15:54 Ein af elstu górillum heims er öll Vila var sextug að aldri. 27. janúar 2018 16:48 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fjórar sjaldgæfar fjallagórillur, þar á meðal þungað kvendýr, dóu í Úganda eftir að þær urðu fyrir eldingu. Þetta segja dýraverndunarsamtök. Þrjú fullvaxta kvendýr voru í hópnum og einn karlkyns górilluungi en þau fundust látin í Mgahinga þjóðgarðinum í Úganda með mikla áverka sem bentu til raflosts. Náttúruverndarsamtök á svæðinu segja þetta mikinn miss en aðeins eru rétt rúmlega þúsund fjallagórillur eftir. Stofninn heldur sig aðeins til á ákveðnum vernduðum svæðum í Austur-Kongó, Rúanda og Úganda. Aðeins rétt rúmlega þúsund dýr eru eftir af tegund fjallagórilla.getty/Thierry Falise Dýrin fjögur sem létust voru hluti af sautján dýra hópi, sem hefur verið kallaður Hirwa fjölskyldan af yfirvöldum. Hirwa fjölskyldan fluttist yfir landamærin frá Rúanda inn í Úganda í fyrra og hefur síðan búið í Mgahinga þjóðgarðinum. Mgahinga er í Virunga Massif fjallgarðinum sem liggur á landamærum Úganda, Rúanda og Austur-Kongó. Fjölskyldumeðlimirnir þrettán sem eru eftirlifandi í Hirwa fjölskyldunni eru öll heil á húfi og matast. Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr krufningu til að staðfesta hver dánarorsökin var. Gert er ráð fyrir að það komi í ljós innan þriggja vikna. Árið 2018 komst tegund fjallagórilla af lista yfir dýr í mikilli útrýmingarhættu í kjölfar drastískra björgunaraðgerða.
Austur-Kongó Dýr Rúanda Úganda Tengdar fréttir Górillur taka sjálfu með þjóðgarðsvörðum Tvær górillur stilltu sér upp fyrir sjálfu með þjóðgarðsvörðum í þjóðgarði í Kongó. 22. apríl 2019 12:07 Simpansar og górillur drápust í eldsvoða Eldsvoði á nýársnótt varð yfir 30 dýrum í Krefeld-dýragarðinum í Þýskalandi að bana á nýársnótt. Lögreglan telur að flugeldar gætu hafa valdið eldinum. 1. janúar 2020 15:54 Ein af elstu górillum heims er öll Vila var sextug að aldri. 27. janúar 2018 16:48 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Górillur taka sjálfu með þjóðgarðsvörðum Tvær górillur stilltu sér upp fyrir sjálfu með þjóðgarðsvörðum í þjóðgarði í Kongó. 22. apríl 2019 12:07
Simpansar og górillur drápust í eldsvoða Eldsvoði á nýársnótt varð yfir 30 dýrum í Krefeld-dýragarðinum í Þýskalandi að bana á nýársnótt. Lögreglan telur að flugeldar gætu hafa valdið eldinum. 1. janúar 2020 15:54