Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 17:30 Icelandair hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en önnur flugvél félagsins hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli í fyrradag. vísir/vilhelm Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. Fyrirhugað var að fljúga með alla farþega Boeing 757-256 þotunnar aftur hingað til lands en horfið var frá því þegar flestir um borð neituðu að fljúga aftur, er fram kemur í frétt RÚV. Að lokum var fallist á það að hleypa þeim farþegum út í Glasgow sem þess óskuðu. Óveðrið Ciara gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur haft mikil áhrif á samgöngur bæði í lofti og á láði. Ferð Boeing 757-256 þotu Icelandair.Flightradar24 Að sögn RÚV grétu sumir farþegar vélarinnar af hræðslu og hefur atvikið verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa hér á landi. Hún mun hafa vísað málinu áfram til bresku rannsóknarnefndarinnar. Nokkrir farþegar hafa lýst hræðslu og slæmri upplifun sinni af flugferðinni á samfélagsmiðlum. Emma J Thomas greinir til að mynda frá því á Twitter að þegar flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt þeim að stefnt væri að því að taka á loft aftur og fljúga til Íslands hafi margir farþegar hrópað „nei“ í einum kór. Hún biðlaði í kjölfarið til Icelandair og flugmálayfirvalda í Glasgow um að fólki yrði leyft að fara frá borði. Pilot @Icelandair announces on tannoy... current plan is to take off AGAIN, fly BACK to Iceland to make another attempt to land in Manchester tomorrow. Shouts of “no” from passengers. Again @GLA_Airport please open the doors. #StormCiara— Emma J Thomas (@EmmaJThomas) February 9, 2020 Að hennar sögn var reynt að lenda flugvélinni í Manchester í um klukkutíma án árangurs. Hún lýsir því hvernig margir hafi verið hungraðir, hræddir og jafnvel með ógleði við lendinguna í Glasgow. Sjúkraliðar hafi að lokum komið um borð og boðið farþegum aðstoð áður en þeim var hleypt úr flugvélinni. Vélin tók aftur á loft frá Glasgow klukkan 16:10 að staðartíma samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24 og er reiknað með því að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan sex. Í svari Icelandair til óánægðs farþega er tekið fram að upphaflega ákvörðunin um að snúa aftur til Íslands með alla farþega hafi verið tekin til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Verður hinum óheppnu ferðalöngum bættur sá gistikostnaður sem þeim hlýst af atvikinu. Hello Jack, Unfortunately due to storm Ciara we were forced to divert flight FI440 to Glasgow. Passenger and crew safety is our top priority, we will always take necessary action to ensure a safe travel experience. An email about accommodation compensation has been sent.— Icelandair (@Icelandair) February 9, 2020 Bretland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. Fyrirhugað var að fljúga með alla farþega Boeing 757-256 þotunnar aftur hingað til lands en horfið var frá því þegar flestir um borð neituðu að fljúga aftur, er fram kemur í frétt RÚV. Að lokum var fallist á það að hleypa þeim farþegum út í Glasgow sem þess óskuðu. Óveðrið Ciara gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur haft mikil áhrif á samgöngur bæði í lofti og á láði. Ferð Boeing 757-256 þotu Icelandair.Flightradar24 Að sögn RÚV grétu sumir farþegar vélarinnar af hræðslu og hefur atvikið verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa hér á landi. Hún mun hafa vísað málinu áfram til bresku rannsóknarnefndarinnar. Nokkrir farþegar hafa lýst hræðslu og slæmri upplifun sinni af flugferðinni á samfélagsmiðlum. Emma J Thomas greinir til að mynda frá því á Twitter að þegar flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt þeim að stefnt væri að því að taka á loft aftur og fljúga til Íslands hafi margir farþegar hrópað „nei“ í einum kór. Hún biðlaði í kjölfarið til Icelandair og flugmálayfirvalda í Glasgow um að fólki yrði leyft að fara frá borði. Pilot @Icelandair announces on tannoy... current plan is to take off AGAIN, fly BACK to Iceland to make another attempt to land in Manchester tomorrow. Shouts of “no” from passengers. Again @GLA_Airport please open the doors. #StormCiara— Emma J Thomas (@EmmaJThomas) February 9, 2020 Að hennar sögn var reynt að lenda flugvélinni í Manchester í um klukkutíma án árangurs. Hún lýsir því hvernig margir hafi verið hungraðir, hræddir og jafnvel með ógleði við lendinguna í Glasgow. Sjúkraliðar hafi að lokum komið um borð og boðið farþegum aðstoð áður en þeim var hleypt úr flugvélinni. Vélin tók aftur á loft frá Glasgow klukkan 16:10 að staðartíma samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24 og er reiknað með því að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan sex. Í svari Icelandair til óánægðs farþega er tekið fram að upphaflega ákvörðunin um að snúa aftur til Íslands með alla farþega hafi verið tekin til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Verður hinum óheppnu ferðalöngum bættur sá gistikostnaður sem þeim hlýst af atvikinu. Hello Jack, Unfortunately due to storm Ciara we were forced to divert flight FI440 to Glasgow. Passenger and crew safety is our top priority, we will always take necessary action to ensure a safe travel experience. An email about accommodation compensation has been sent.— Icelandair (@Icelandair) February 9, 2020
Bretland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00
Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30
Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37