Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:00 „Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala. Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
„Ég lít nú á þennan dómstól svolítið eins og hefur verið rætt, síðustu fjörutíu árin hefur hann verið að fara aðrar leiðir en hefðbundnir dómstólar gera og sérstaklega undanfarin tíu ár, í því sem hefur verið kallað meðal lögfræðinga lifandi túlkun á mannréttindasáttmálanum og það er svona eins og dómstóllinn hafi mikinn áhuga á því að dæma ekki bara samkvæmt sáttmálanum eftir orðanna hljóðan eða eins og hann var túlkaður í upphafi þegar aðildarríkin gengust undir hann á sínum tíma heldur hefur það verið dálítið kappsmál hjá dómstólnum að fara inn á svið stefnumótunar og stefnumörkunar meðal aðildarríkjanna.“ Þetta sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra í Víglínunni í dag. Til umræðu var Landsréttarmálið svokallaða sem verið er að taka fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigríður fór út til að fylgjast með málinu en málið snertir á embættisfærslum hennar þegar hún var dómsmálaráðherra. Sigríður sagði aðildarríkin hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag innan dómstólsins harðlega, og uppi hafi verið ákveðin spenna innan dómstólsins. „Mér finnst skjóta skökku við að það skuli vera sami dómari sem sitji í undirréttinum, íslenski dómarinn, og hann sitji aftur í yfirdeildinni. Þetta er í samræmi við reglur dómstólsins og er kannski regla á gömlu meiði.“ Segir Sigríði þyrla upp vantrausti á Mannréttindadómstólinn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svarar þessari gagnrýni: „Þetta eru þær reglur sem hafa verið ákveðnar og það eru öll aðildarríki dómstólsins sem taka ákvörðun um að hafa það með þessum hætti. Það eru tveir dómarar sem fylgja málinu upp í yfirdeildina. Þetta er bara samkvæmt reglunum og þeim lögum sem við höfum sett okkur.“ „Ég átta mig ekki á því af hverju á að vera að gera þetta tortryggilegt á þessu stigi þegar það hefur ekki verið gert í öðru m málum. Þetta gagnast auðvitað þeim sem vilja þyrla upp einhvers konar ryki og þyrla upp einhvers konar vantrausti á þessum dómstól og Sigríður hefur verið að gera það frá því að niðurstaðan kom í mars í fyrra,“ bætir Helga við. „Svo það sé ekki verið að þvæla mönnum í þessu máli, það er ekki rétt að það hafi verið tveir dómarar færður upp úr undirrétti í yfir-, það var bara íslenski dómarinn sem situr aftur í yfirdeildinni. Forseti Mannréttindadómstólsins hann sat ekki í undirrétti hann situr alltaf í yfirdeildinni og ég bendi á þetta vegna þess að þetta lýtur auðvitað að réttlátri málsmeðferð líka,“ svarar Sigríður. Fimm dómarar til viðbótar sem hægt er að leita til Sigríður gagnrýnir það harðlega að íslenski dómarinn skyldi fylgja málinu upp í efri deild, aðeins íslenski dómarinn hafi fylgt málinu og sé það ankannalegt að dómari skyldi endurskoða sína eigin niðurstöðu. Það sé sérstaklega ankannalegt þar sem aðildarríkin öll tilnefni fimm aðra dómara til hliðar við þann sem sitji og kalla hefði átt á annan dómara til að taka við málinu í efri deild. „Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu í desember 2017 að ég hafi ekki rannsakað málið nægilega. Hæstiréttur kemst hins vegar að því stuttu seinna að þrátt fyrir þetta þá sé þetta ekki þannig annmarki að hafi varðað lögmæti skipunar dómaranna og ekki heldur að Alþingi hafi ákveðið, sem ég kom ekkert nálægt, Alþingi ákvað að greiða í einu lagi um fimmtán tillögur í stað þess að bera hverja og eina tillögu upp fyrir sig,“ segir Sigríður og vísar í dóm Hæstaréttar sem féll í desember 2017 um skipun dómara við Landsrétt. „Ef þetta væri svona einfalt held ég að það hefði nú ekki verið farin þessi leið að leita alla leið til Strassburg til Mannréttindadómstólsins. Þá hefði neðri deildin þar heldur ekki komist að þeirri niðurstöðu um að brotin hefði verið 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Ef þetta væri eins og fyrrverandi dómsmálaráðherra er að halda fram hérna værum við auðvitað ekki að verða vitni að því sem við erum að verða vitni að,“ svarar Helga Vala.
Dómstólar Landsréttarmálið Víglínan Tengdar fréttir Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44 Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9. febrúar 2020 12:44
Mannréttindadómstóllinn og verkfallsaðgerðir Eflingar í Víglínunni Í vikunni fór fram málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. 9. febrúar 2020 16:45