Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Oft veit fólk ekki í hverju verkefni yfirmannsins felast helst en starfsframamarkþjálfi mælir með því að starfsfólk kynni sér málin. Vísir/Getty Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt? Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt?
Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira