Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Oft veit fólk ekki í hverju verkefni yfirmannsins felast helst en starfsframamarkþjálfi mælir með því að starfsfólk kynni sér málin. Vísir/Getty Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt? Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt?
Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira