Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 11:30 KR-ingar fljúga til Glasgow á eftir og mæta stórliði Celtic annað kvöld. VÍSIR/BÁRA KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag. KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag.
KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30