Tilkynnti eigið innbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 07:37 Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir/Vilhelm Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt tilkynnti maður um eigið innbrot í veitingahús í miðbænum. Hann hafði brotið rúðu og farið inn. Hann kom síðan aftur út með áfengisflösku og drakk úr flöskunni þar til lögregla kom á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður vegna rannsóknar málsins í fangageymslu lögreglu. Mikið var um að vera í nótt og sinnti lögreglan mörgum verkefnum. Þar á meðal var mikið um tilkynningar til lögreglu vegna samkvæmishávaða á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um þjófnað á fjórða tímanum í gær í verslun í miðbænum. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um þjófnaðinn, misnotkun skráningarmerkja og brot á lyfjalögum. Maðurinn var kominn inn í bíl sinn fyrir utan verslunina þegar lögreglan kom á vettvang. Bíllin var ekki með rétt skráninganúmer og voru þau fjarlægð af lögreglu og bíllinn fluttur á burt. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hann var með ferðatösku og bakpoka sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn í miðbænum í annarlegu ástandi. Hann vildi ekki greiða fyrir akstur leigubíls sem hann hafði notað og réðst hann að lögreglumönnum sem komu á vettvang. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Kona í annarlegu ástandi var handtekin á Grandagarði í gærkvöldi en ítrekað var búið að tilkynna konuna þar sem hún gekk á miðri akbraut, hafði ekki greitt fyrir veitingar og fleira. Hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. Þá var bíll stöðvaður í miðbænum eftir að bílnum hafði tvívegis verið ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu og sölu fíkniefna og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var farþegi í bíl hans einnig handtekinn grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum, brot á vopna- og lyfjalögum og fleira. Hann var einnig vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um umferðaróhapp rétt fyrir klukkan eitt í nótt á Hverfisgötu í miðbænum. Maður á rafmagnshlaupahjóli datt á andlitið og braut í sér tennur og var í kjölfarið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Annar þeirra var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um innbrot á ellefta tímanum í nótt. Maður var handtekinn grunaður um innbrotið og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira