Tvær stærstu stjörnur Víkinga spila ekki í kvöld vegna ástandsins á grasinu í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn sem þeir unnu með Víkingum. Með þeim á myndinni er Halldór Smári Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir. Fréttablaðið segir frá því að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, munu ekki spila með bikarmeisturum Víkings vegna meiðslahættu á skraufþurru gervigrasinu í Egilshöll. Víkingur spilar við Íslandsmeistara KR sem hefur misst tvo í alvarleg meiðsli á gervigrasinu sem er fjögurra ára gamalt og samkvæmt þjálfurum liðanna er úr sér gengið. Því er skipuleggjandi mótsins ekki sammála. „Kári og Sölvi fá frí frá grasinu. Egilshöllin er fín þegar veður leyfir ekki annað. Þá er fínt að fara inn og spila leiki en um leið og veður og aðstæður leyfa þá þarf að vera sveigjanleiki til að færa leiki,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings við Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli „Grasið er komið til ára sinna og ég er búinn að missa tvo í alvarleg meiðsli. Það er að hluta til gervigrasinu að kenna. Ég myndi vilja færa leikina út og það er spáð góðu veðri og spila annaðhvort á Víkingsvelli eða Valsvelli,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið. Leikmennirnir eru Emil Ásmundsson og Hjalti Sigurðsson, leikmenn KR, og hafa þeir báðir meiðst illa í Egilshöll í vetur. Emil sleit krossband og Hjalti viðbeinsbrotnaði. Þá er Finnur Tómas Pálmason einnig meiddur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu með skoska félaginu Rangers. Steinn Halldórsson, verkefnastjóri hjá ÍBR, segir aðspurður um grasið í Egilshöll að sé nýlegt. „Það er í góðu ásigkomulagi. Það stendur í mótsreglunum að leikirnir skulu fara fram í Egilshöll. Það er búið að borga fullt af peningum fyrir að hafa þetta þarna inni,“ sagði Steinn Halldórsson í viðtalinu við Fréttablaðið. Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni í kvöld. KR og Víkingur R. mætast klukkan 19.00 og strax á eftir þeim leik mætast Valur og Fjölnir klukkan 21.00.Það má sjá alla fréttina hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira