Framkvæmdastjóri á rangri hillu? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Verkföll 2020 Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun