Þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir framúrkeyrslu Vegagerðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 15:15 Mikillar vetrarþjónustu hefur verið þörf í vetur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira