Fatlaður drengur lést eftir að fjölskyldan var sett í einangrun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 18:22 Drengurinn var skilinn eftir einn heima þegar faðir hans og bróðir voru settir í einangrun vegna kórónaveirunnar. epa/ AUSTRALIA'S DEPARTMENT OF HOME A Sautján ára gamall drengur með heilalömun (Cerebral Palsy) lést eftir að hann var skilinn einn eftir heima án umönnunaraðila. Fjölskylda hans hafði verið sett í einangrun vegna kórónaveirunnar. Drengurinn var frá afskekktu þorpi í Hubei héraði í Kína. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Rannsókn hefur verið opnuð á málinu í Hong‘an sýslu sem er um 60 kílómetra norður af Wuhan borg, þar sem veiran kom fyrst upp. Fréttir af andláti drengsins voru fyrst sagðar hjá staðarmiðlinum í Hong‘an en var síðar staðfest af ríkisútvarpi Kína. Drengurinn, sem bar nafnið Yan Cheng, fannst látinn í rúmi sínu á miðvikudag sex dögum eftir að faðir hans og ellefu ára gamall bróðir voru fjarlægðir af heimilinu. Þeir voru settir í einangrun á stofnun sem staðsett er 25 kílómetra suður af heimili þeirra. Báðir voru með háan hita og lék grunur á að þeir hefðu sýkst af veirunni skæðu. Yan Cheng var skilinn einn eftir heima. Faðir drengsins, sem var fastur í einangrun, leitaði á náðir netverja og bað þá um aðstoð á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Að sögn heimsóttu opinberir starfsmenn í þorpinu Yan en gáfu honum aðeins tvisvar að borða á sex dögum. Hópurinn Hrís og Hirsi, sem stofnaður var af fyrrverandi ríkisfréttamanni og einbeitir sér að réttindum fatlaðra barna, birti yfirlýsingu á miðvikudag sem sagði að frænka Yan hafi heimsótt hann eftir að fjölskyldan var tekin af heimilinu en hafi ekki getað farið til hans á síðustu þremur dögunum vegna heilsukvilla. Þessu tengt þá greindi CNN frá því á Twitter í kvöld að fyrsta staðfesta smit innan Bandaríkjanna hafi komið upp í Illinois í dag. The CDC confirms the first US human-to-human transmission of Wuhan coronavirus in Illinois. Follow live updates: https://t.co/QrPpMB0x36pic.twitter.com/kWYfKDnCie— CNN Breaking News (@cnnbrk) January 30, 2020 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Sautján ára gamall drengur með heilalömun (Cerebral Palsy) lést eftir að hann var skilinn einn eftir heima án umönnunaraðila. Fjölskylda hans hafði verið sett í einangrun vegna kórónaveirunnar. Drengurinn var frá afskekktu þorpi í Hubei héraði í Kína. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Rannsókn hefur verið opnuð á málinu í Hong‘an sýslu sem er um 60 kílómetra norður af Wuhan borg, þar sem veiran kom fyrst upp. Fréttir af andláti drengsins voru fyrst sagðar hjá staðarmiðlinum í Hong‘an en var síðar staðfest af ríkisútvarpi Kína. Drengurinn, sem bar nafnið Yan Cheng, fannst látinn í rúmi sínu á miðvikudag sex dögum eftir að faðir hans og ellefu ára gamall bróðir voru fjarlægðir af heimilinu. Þeir voru settir í einangrun á stofnun sem staðsett er 25 kílómetra suður af heimili þeirra. Báðir voru með háan hita og lék grunur á að þeir hefðu sýkst af veirunni skæðu. Yan Cheng var skilinn einn eftir heima. Faðir drengsins, sem var fastur í einangrun, leitaði á náðir netverja og bað þá um aðstoð á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Að sögn heimsóttu opinberir starfsmenn í þorpinu Yan en gáfu honum aðeins tvisvar að borða á sex dögum. Hópurinn Hrís og Hirsi, sem stofnaður var af fyrrverandi ríkisfréttamanni og einbeitir sér að réttindum fatlaðra barna, birti yfirlýsingu á miðvikudag sem sagði að frænka Yan hafi heimsótt hann eftir að fjölskyldan var tekin af heimilinu en hafi ekki getað farið til hans á síðustu þremur dögunum vegna heilsukvilla. Þessu tengt þá greindi CNN frá því á Twitter í kvöld að fyrsta staðfesta smit innan Bandaríkjanna hafi komið upp í Illinois í dag. The CDC confirms the first US human-to-human transmission of Wuhan coronavirus in Illinois. Follow live updates: https://t.co/QrPpMB0x36pic.twitter.com/kWYfKDnCie— CNN Breaking News (@cnnbrk) January 30, 2020
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23 Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15 Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Wuhan-veiran breiðist út um allt meginland Kína Tala látinna vegna hinnar svokölluðu Wuhan-veiru heldur áfram að hækka og stendur nú í 170 manns. 30. janúar 2020 06:23
Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. 30. janúar 2020 12:15
Mörg þúsund föst á ítölsku skemmtiferðaskipi vegna gruns um Wuhan-veirusmit Öllum farþegum eru nú meinað að ganga frá borði og verða að bíða eftir niðurstöðum lækna um hvort að fólkið sé smitað af kónónaveiru eður ei. 30. janúar 2020 13:15