Grikkir ætla að reisa tálma undan ströndum Lesbos til að stöðva flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 20:17 Milljónir flóttamanna hafa hætt sér yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku í von um að komast til Grikklands eða annarra Evrópuríkja. epa/KAY NIETFELD Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28
EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30
Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59