Liverpool á þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 13:30 Andrew Robertson hefur verið magnaður í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool. Hér fagnar hann marki með Virgil van Dijk. Getty/Clive Brunskill Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira