Sýknudómur í máli Björgólfs og Gunnars staðfestur í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 12:29 Björgólfur Guðmundsson í viðtali árið 2006 þegar íslensku bankarnir vöktu mikla athygli erlendis. Getty Images/Graham Barclay Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir. Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í París í Frakklandi hefur staðfest niðurstöðu undirréttar þar í landi og sýknað Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmann bankans í Lúxemborg, af ákæru um að hafa blekkt hundruð manna til að taka veðlán hjá Landsbankanum. Fjallað er um málið í frönskum miðlum en Mbl.is greindi fyrst frá hér á landi. Björgólfur var formaður bankaráðs Landsbankans á Íslandi sem var móðurfélag Landsbankans í Lúxemborg. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg. Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum, flest árið 2007. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun. Samningarnir sem um ræðir voru svokallað equity release sem gæti útleggst sem „eignalán“ á íslensku. Lánað var gegn veði í fasteign og sá sem tók lánið fékk hluta af láninu greiddan út og fól síðan bankanum eignastýringu á afganginum. Landsbankinn ráðstafaði hluta af lánunum í tiltekna skuldabréfasjóði samkvæmt fyrirmælum frá lántakanum sem í umræddum tilvikum voru allt efnamiklir franskir ríkisborgarar sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Í mjög mörgum tilvikum var um að ræða lífeyrisþega sem áttu skuldlausar fasteignir. Ákæra var gefin út í september 2015. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum. Alls voru níu ákærðir í málinu en allir sýknaðir í undirrétti í ágúst 2017. Sá dómur hefur nú verið staðfestur fyrir áfrýjunardómstólnum. Gunnar segist í samtali við Mbl.is fegin að þessari sneypuför sé lokið. Félix de Belloy, lögmaður Björgólfs, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að réttlætinu hefði í annað skipti verið fullnægt. Málið hefði verið byggt á vafasömum grundvelli. Olivier Baratelli, verjandi eins af hinum sjö sem ákærðir voru, gerði grín að söngvaranum Enrico Macias eftir að dómur var fallinn. Macias veðsetti húsið sitt fyrir 35 milljónir evra í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg. Hann þarf að greiða þrotabúi Landsbankans 30 milljónir evra. „Macias hefur sungið síðustu laglínuna,“ sagði Baratelli sem vill meina að söngvarinn hafi gefið hópnum sem leitaði réttar síns falskar vonir.
Dómsmál Frakkland Hrunið Tengdar fréttir Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24 „Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Björgólfur og félagar sýknaðir í París Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum. 28. ágúst 2017 13:24
„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Gunnar Thoroddsen segir af og frá að Landsbankinn í Lúxemborg hafi lofað viðskiptavinum sínum áhættulausum viðskiptum. 29. september 2015 20:43
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45
Meint fjársvik í Lúx: Eingöngu fjárfest á grundvelli skriflegra fyrirmæla Fyrrverandi forstjóri Landsbankans í Lúxemborg segist ekki skilja málatilbúnað fransks rannsóknardómara á hendur sér og segist engin skjöl hafa fengið frá Frakklandi. Ekki er búið að birta ákæruna og þá hefur hún ekki verið þýdd úr frönsku. 30. september 2015 19:00