Benzema tryggði Real sigur í borgarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2020 16:45 Benzema fagnar sigurmarkinu. vísir/getty Benzema tryggði Real sigur í Madrídarslagnum Karim Benzema skoraði eina mark leiksins er Real Madrid vann 1-0 sigur á grönnunum í Atletico Madrid. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Zinedine Zidane, stjóri Real, var ekki hress með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Atletico voru sterkari aðilinn og Zidane ákvað að gera tvær breytingar. Hann tók Toni Kroos og Isco af velli og setti þá Vinicius Junior og Lucas Vazquez inn í þeirra stað. Á 56. mínútu skilaði það árangri. Ferland Mendy átti flottan sprett upp vinstri kantinn, gaf glæsilega fyrirgjöf á Karim Benzema sem kláraði færið eins og honum einum er lagið. FP: @realmadrid 1-0 @Atleti@Benzema 56'#Emirates | #HalaMadridpic.twitter.com/YROPBAg52j— Real Madrid C.F. (@realmadrid) February 1, 2020 Þetta var eina mark leiksins og Real því áfram á toppi deildarinnar, með sex stiga forskot á Barcelona, sem á þó leik til góða. Atletico er í 5. sætinu, þrettán stigum á eftir Real. Spænski boltinn
Benzema tryggði Real sigur í Madrídarslagnum Karim Benzema skoraði eina mark leiksins er Real Madrid vann 1-0 sigur á grönnunum í Atletico Madrid. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Zinedine Zidane, stjóri Real, var ekki hress með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Atletico voru sterkari aðilinn og Zidane ákvað að gera tvær breytingar. Hann tók Toni Kroos og Isco af velli og setti þá Vinicius Junior og Lucas Vazquez inn í þeirra stað. Á 56. mínútu skilaði það árangri. Ferland Mendy átti flottan sprett upp vinstri kantinn, gaf glæsilega fyrirgjöf á Karim Benzema sem kláraði færið eins og honum einum er lagið. FP: @realmadrid 1-0 @Atleti@Benzema 56'#Emirates | #HalaMadridpic.twitter.com/YROPBAg52j— Real Madrid C.F. (@realmadrid) February 1, 2020 Þetta var eina mark leiksins og Real því áfram á toppi deildarinnar, með sex stiga forskot á Barcelona, sem á þó leik til góða. Atletico er í 5. sætinu, þrettán stigum á eftir Real.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti