Dagskráin: Fótboltaveisla frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 06:00 Tekst Ole að koma Man Utd í úrslit Evrópudeildarinnar? vísir/getty Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira