Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:24 Konurnar voru handteknar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jóhann Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og voru stöðvaðar af tollgæslu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að þær væru með fíkniefni að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum handtók þær í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur með sex pakkningar og hin með fimm. Samtals var um að ræða nær 500 grömm af efninu. Þær voru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ein hættulegasta leiðin sem notuð sé til að smygla fíkniefnum til landsins sé að flytja mikið magn af sterku kókaíni innvortis. Einnig séu dæmi um að fólk flytji MDMA og önnur sterk efni á þennan hátt. Það geti tekið marga daga fyrir fólk að skila efnunum frá sér og fylgi því gríðarlega áhætta. Oftast séu þessir aðilar, sem flytja fíkniefni innvortis til landsins, burðardýr og séu jafnvel að smygla inn fyrir einhvern annan. Oft séu þetta erlendir aðilar sem hafi engin tengsl við landið og því miður sé það oft ungt fólk sem hafi komið sér í skuld vegna neyslu og fari þessa leið til að greiða skuldina. Dæmi sé um að aðilar hafi setið í fangaklefum í allt að sautján daga til að skila af sér efnum sem þeir hafa innbyrt. Oft sé það einnig þannig að hver pakkning sem gleypt er getur vegið allt að 10 til 15 grömm og það geti oft endað þannig að komi gat á slíkar pakkningar innvortis í burðardýrinu. Slíkt magn af hreinu kókaíni geti án efa leitt til dauða. Lögreglan hvetur fólk sem hefur upplýsingar varðandi fíkniefni, mansal og/eða vændi að hafa samband við lögreglu og koma upplýsingum á framfæri. Fullri nafnleynd er heitið. Talhólf og netfang er vaktað allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berist fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Upplýsinga-/fíkniefnasíminn er 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið info@rls.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira