Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:28 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni. Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni.
Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13