Handbolti

Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rød reynir skot að marki Svía.
Rød reynir skot að marki Svía. vísir/epa

Magnus Rød, hægri skytta Noregs, leikur ekki meira á Evrópumótinu 2020 í handbolta. Hann er meiddur á fæti og verður frá keppni næstu vikurnar.



Hann lék aðeins í nokkrar mínútur þegar Noregur vann Svíþjóð, 23-20, í öðrum leik sínum í milliriðli II í gær. 

Næsti leikur Noregs er gegn Íslandi á morgun. Norðmenn eru með sex stig á toppi milliriðilsins.

Rød var valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í fyrra. Hann er á sínu fjórða stórmóti með Noregi.

Rød, sem 22 ára, hefur leikið með Flensburg síðan 2017 og tvisvar sinnum orðið þýskur meistari með liðinu.

Það kemur í hlut þeirra Haralds Reinkind og Eivinds Tangen að fylla skarð Røds sem skoraði tólf mörk í fimm leikjum með Noregi á EM.


Tengdar fréttir

Norðmenn lögðu Svía

Noregur lagði Svíþjóð í EM karla í handbolta með þriggja marka mun í kvöld, lokatölur 23-20. Sigurinn þýðir að Norðmenn eru komnir með annan fótinn í undanúrslit mótsins en liðið er með sex stig í efsta sæti milliriðils II á meðan Svíþjóð er á botni riðilsins án stiga þó svo að mótið fari fram í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×