Eftirminnilegustu leikirnir við Noreg á stórmótum: Svindlkallinn Duranona, Strand, stórleikur Arnórs og Bjöggi til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2020 08:00 Ísland hefur unnið sex af sjö leikjum gegn Noregi á stórmótum. Ísland mætir Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar eru í 5. sæti milliriðilsins með tvö stig. Norðmenn eru hins vegar með sex stig á toppnum. Noregur hefur unnið alla fimm leiki sína á EM til þessa. Í tilefni af leiknum gegn Noregi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Norðmanna á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 32-28 Noregur, HM 1997Róbert Júlían Duranona skoraði sjö mörk gegn Noregi 1997 og fagnaði þeim með stæl.skjáskot af timarit.isEftir að hafa unnið A-riðil með níu stigum af tíu mögulegum mættu Íslendingar Norðmönnum í 16-liða úrslitum á HM 1997 í Kumamoto. Þetta var fyrsti leikur liðanna á stórmóti frá upphafi. Leikurinn var afar sveiflukenndur, Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin en Noregur vann sig inn í leikinn og komst mest fjórum mörkum yfir, 9-13. Staðan í hálfleik var 13-15, Norðmönnum í vil. Noregur hélt forystunni framan af seinni hálfleik en um miðbik hans tók Ísland völdin og vann á endanum fjögurra marka sigur, 32-28. Fyrirliðinn Geir Sveinsson skoraði sjö mörk líkt og Róbert Julian Duranona. Eftir leikinn sagði norskur fréttamaður, sem lýsti leiknum á TV 2, að Norðmenn hefðu tapað fyrir Kúbumanni en ekki Íslendingum. HM 1997 var fyrsta stórmót Duranonas eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum en það var eina tap liðsins á HM 1997. Fimmta sætið varð á endanum niðurstaðan sem er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti.Mörk Íslands: Geir Sveinsson 7, Róbert Julian Duranona 7, Patrekur Jóhannesson 6, Valdimar Grímsson 5/1, Gústaf Bjarnason 4, Ólafur Stefánsson 3, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 33-36 Noregur, EM 2006Gastu ekki valið einhvern annan tíma?skjáskot af timarit.isKjetil Strand er ein af grýlum íslenska handboltalandsliðsins. Strand, var og er langt frá því að vera þekktasti leikmaður norska landsliðsins, en hann vann íslenska liðið upp á sitt einsdæmi í milliriðli á EM 2006. Strand skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk, þrátt fyrir að vera rétthent skytta sem spilaði hægra megin fyrir utan. Hann skoraði m.a. níu af fyrstu ellefu mörkum Noregs. Eftir meiðsli og mikið álag á lykilmönnum var lítið eftir á tankinum hjá íslenska liðinu. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, en í seinni hálfleik sprakk liðið á limminu. Strand hélt áfram að skora og þjálfarateymið átti engin svör. Noregur vann á endanum þriggja marka sigur, 33-36. Eina jákvæða við leikinn var að Ólafur Stefánsson sló markamet Kristjáns Arasonar sem hafði staðið í fjölmörg ár. Guðjón Valur Sigurðsson hefur nú slegið markamet Ólafs og varð markahæsti landsliðsmaður í heimi fyrir tveimur árum. Sjöunda sætið varð niðurstaðan á EM í Sviss en ekki hefði þurft mikið til að ná enn lengra.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Sigfús Sigurðsson 2, Heimir Örn Árnason 1, Arnór Atlason 1.Ísland 35-34 Noregur, EM 2010Íslendingar fagna sigrinum á Norðmönnum sem tryggði þeim sæti í undanúrslitum á EM 2010.vísir/gettyArnór Atlason lék afar vel á EM 2010 en aldrei betur en í leiknum gegn Noregi í milliriðli. Ísland vann eins marks sigur, 35-34, og tryggði sér sæti í undanúrslitum á öðru stórmótinu í röð. Arnór skoraði tíu mörk úr aðeins tólf skotum og gaf sjö stoðsendingar. Hann skoraði m.a. fjögur af síðustu fimm mörkum Íslands. Björgvin Páll Gústavsson var einnig mikilvægur á lokakaflanum og varði þá fjögur af átta skotum sínum. „Ég byrjaði vel, skoraði úr fyrstu skotunum mínum og um leið jókst sjálfstraustið jafnt og þétt. Það var frábært að sjá þetta allt hafna í netinu og eiga það góðan þátt í að tryggja okkur sæti í undanúrslitunum,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Níu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum og Íslendingar gerðu 14 mörk eftir hraðaupphlaup. Varnir beggja liða voru lekar og eins og lokatölurnar gefa til kynna. Alls voru 69 mörk skoruð í leiknum. Í undanúrslitunum tapaði Ísland fyrir Frakklandi en vann svo Pólland í leiknum um 3. sætið. Íslensku strákarnir komu því heim með bronsmedalíu um hálsinn.Mörk Íslands: Arnór Atlason 10, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Róbert Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Alexander Petersson 3, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 26-25 Noregur, EM 2016Aron Pálmarsson var frábær gegn Noregi á EM 2016.vísir/epaEvrópumótið 2016 byrjaði á sætum sigri en endaði á versta mögulega hátt. Í fyrsta leik sínum á EM mættu Íslendingar Norðmönnum en þetta var fjórða Evrópumótið í röð þar sem liðin mættust. Leikurinn var gríðarlega spennandi eins og oft þegar þessi lið mætast. Guðjón Valur Sigurðsson kom Íslandi yfir, 26-25, með sínu sjötta marki skömmu fyrir leikslok. Norðmenn áttu lokasóknina, Sander Sagosen tók af skarið en Björgvin Páll varði skot hans. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði markvörðurinn við Fréttablaðið eftir leik. Björgvin varði alls 16 skot í leiknum, eða 39% þeirra skota sem hann fékk á sig. Aron Pálmarsson var maður leiksins en hann skoraði átta mörk og dældi út stoðsendingum. Íslenska liðið náði ekki að nýta meðbyrinn eftir þennan sæta sigur. Í næsta leik gleymdi liðið að spila vörn og tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 39-38. Í síðasta leiknum í B-riðli tapaði Ísland svo fyrir Króatíu, 37-28, og féll úr leik. Noregur fór hins vegar í undanúrslit og endaði í 4. sæti. Það var upphafið að uppgangi Norðmanna sem hafa á einu besta liði heims að skipa í dag.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 6/4, Alexander Petersson 3, Arnór Atlason 3, Róbert Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ísland mætir Noregi í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar eru í 5. sæti milliriðilsins með tvö stig. Norðmenn eru hins vegar með sex stig á toppnum. Noregur hefur unnið alla fimm leiki sína á EM til þessa. Í tilefni af leiknum gegn Noregi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Norðmanna á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 32-28 Noregur, HM 1997Róbert Júlían Duranona skoraði sjö mörk gegn Noregi 1997 og fagnaði þeim með stæl.skjáskot af timarit.isEftir að hafa unnið A-riðil með níu stigum af tíu mögulegum mættu Íslendingar Norðmönnum í 16-liða úrslitum á HM 1997 í Kumamoto. Þetta var fyrsti leikur liðanna á stórmóti frá upphafi. Leikurinn var afar sveiflukenndur, Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin en Noregur vann sig inn í leikinn og komst mest fjórum mörkum yfir, 9-13. Staðan í hálfleik var 13-15, Norðmönnum í vil. Noregur hélt forystunni framan af seinni hálfleik en um miðbik hans tók Ísland völdin og vann á endanum fjögurra marka sigur, 32-28. Fyrirliðinn Geir Sveinsson skoraði sjö mörk líkt og Róbert Julian Duranona. Eftir leikinn sagði norskur fréttamaður, sem lýsti leiknum á TV 2, að Norðmenn hefðu tapað fyrir Kúbumanni en ekki Íslendingum. HM 1997 var fyrsta stórmót Duranonas eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum en það var eina tap liðsins á HM 1997. Fimmta sætið varð á endanum niðurstaðan sem er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti.Mörk Íslands: Geir Sveinsson 7, Róbert Julian Duranona 7, Patrekur Jóhannesson 6, Valdimar Grímsson 5/1, Gústaf Bjarnason 4, Ólafur Stefánsson 3, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 33-36 Noregur, EM 2006Gastu ekki valið einhvern annan tíma?skjáskot af timarit.isKjetil Strand er ein af grýlum íslenska handboltalandsliðsins. Strand, var og er langt frá því að vera þekktasti leikmaður norska landsliðsins, en hann vann íslenska liðið upp á sitt einsdæmi í milliriðli á EM 2006. Strand skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk, þrátt fyrir að vera rétthent skytta sem spilaði hægra megin fyrir utan. Hann skoraði m.a. níu af fyrstu ellefu mörkum Noregs. Eftir meiðsli og mikið álag á lykilmönnum var lítið eftir á tankinum hjá íslenska liðinu. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14, en í seinni hálfleik sprakk liðið á limminu. Strand hélt áfram að skora og þjálfarateymið átti engin svör. Noregur vann á endanum þriggja marka sigur, 33-36. Eina jákvæða við leikinn var að Ólafur Stefánsson sló markamet Kristjáns Arasonar sem hafði staðið í fjölmörg ár. Guðjón Valur Sigurðsson hefur nú slegið markamet Ólafs og varð markahæsti landsliðsmaður í heimi fyrir tveimur árum. Sjöunda sætið varð niðurstaðan á EM í Sviss en ekki hefði þurft mikið til að ná enn lengra.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Sigfús Sigurðsson 2, Heimir Örn Árnason 1, Arnór Atlason 1.Ísland 35-34 Noregur, EM 2010Íslendingar fagna sigrinum á Norðmönnum sem tryggði þeim sæti í undanúrslitum á EM 2010.vísir/gettyArnór Atlason lék afar vel á EM 2010 en aldrei betur en í leiknum gegn Noregi í milliriðli. Ísland vann eins marks sigur, 35-34, og tryggði sér sæti í undanúrslitum á öðru stórmótinu í röð. Arnór skoraði tíu mörk úr aðeins tólf skotum og gaf sjö stoðsendingar. Hann skoraði m.a. fjögur af síðustu fimm mörkum Íslands. Björgvin Páll Gústavsson var einnig mikilvægur á lokakaflanum og varði þá fjögur af átta skotum sínum. „Ég byrjaði vel, skoraði úr fyrstu skotunum mínum og um leið jókst sjálfstraustið jafnt og þétt. Það var frábært að sjá þetta allt hafna í netinu og eiga það góðan þátt í að tryggja okkur sæti í undanúrslitunum,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið eftir leik. Níu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum og Íslendingar gerðu 14 mörk eftir hraðaupphlaup. Varnir beggja liða voru lekar og eins og lokatölurnar gefa til kynna. Alls voru 69 mörk skoruð í leiknum. Í undanúrslitunum tapaði Ísland fyrir Frakklandi en vann svo Pólland í leiknum um 3. sætið. Íslensku strákarnir komu því heim með bronsmedalíu um hálsinn.Mörk Íslands: Arnór Atlason 10, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Róbert Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Alexander Petersson 3, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 26-25 Noregur, EM 2016Aron Pálmarsson var frábær gegn Noregi á EM 2016.vísir/epaEvrópumótið 2016 byrjaði á sætum sigri en endaði á versta mögulega hátt. Í fyrsta leik sínum á EM mættu Íslendingar Norðmönnum en þetta var fjórða Evrópumótið í röð þar sem liðin mættust. Leikurinn var gríðarlega spennandi eins og oft þegar þessi lið mætast. Guðjón Valur Sigurðsson kom Íslandi yfir, 26-25, með sínu sjötta marki skömmu fyrir leikslok. Norðmenn áttu lokasóknina, Sander Sagosen tók af skarið en Björgvin Páll varði skot hans. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði markvörðurinn við Fréttablaðið eftir leik. Björgvin varði alls 16 skot í leiknum, eða 39% þeirra skota sem hann fékk á sig. Aron Pálmarsson var maður leiksins en hann skoraði átta mörk og dældi út stoðsendingum. Íslenska liðið náði ekki að nýta meðbyrinn eftir þennan sæta sigur. Í næsta leik gleymdi liðið að spila vörn og tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 39-38. Í síðasta leiknum í B-riðli tapaði Ísland svo fyrir Króatíu, 37-28, og féll úr leik. Noregur fór hins vegar í undanúrslit og endaði í 4. sæti. Það var upphafið að uppgangi Norðmanna sem hafa á einu besta liði heims að skipa í dag.Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 6/4, Alexander Petersson 3, Arnór Atlason 3, Róbert Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira