Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 08:30 Guðmundur í viðtali í gær. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00
Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55