Spánn og Króatía eru komin í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigra í dag.
Fyrsti leikur dagsins var á milli Króatíu og Tékklands en Króatar unnu þar eins marks sigur, 22-21, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.
Sigurmarkið Luka Stepancic er ein sekúnda var eftir af leiknum en Króatar höfðu fyrir leik dagsins tryggt sér áfram í undanúrslitin.
Marki Namic var markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk en Ondrej Zdrahala skoraði sjö mörk fyrir Tékkland.
.@HRStwitt's @lukastepancic slots in the winning goal with 3 seconds to go!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/fN5h0KVkKs
— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020
Það verða Spánverjar sem fylgja Króötum áfram í undanúrslitin í Stokkhólmi eftir stórsigur á Hvíta Rússlandi í dag, 37-28.
Spánn var einungis einu marki yfir í hálfleik 17-16 en stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og skoruðu tuttugu mörk.
Ferran Sole skoraði sjö mörk fyrir Spán líkt og Angel Fernandez en Uladzislau Kulesh skoraði sex mörk fyrir Hvíta Rússland.
RESULT: There was no doubt in the second half - @RFEBalonmano book their place in the semi-finals with their 200th goal of the tournament #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/yhY2cxn4Ph
— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020