Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 06:43 Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður. Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. Þetta hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bretlands. Salbi mun hafa verið gerður að leiðtoga samtakanna einungis klukkustundum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna í október. Á þeim tíma var nafn nýs leiðtoga sagt vera Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quaraishi, sem var dulnefni Salbi. Síðan þá hafa vestrænar leyniþjónustur aflað frekari upplýsinga um Salbi og er hann sagður gerður úr svipuðu móti og Baghdadi. Hann fæddist í Tal Afar í Írak og er menntaður í íslömskum fræðum. Hann kynntist Baghdadi í fangelsi Bandaríkjahers í Írak árið 2004. Áður en Baghdadi sprengdi sig í loft upp þegar hann var umkringdur af hermönnum, höfðu Bandaríkin sett fimm milljónir dala til höfuðs Salbi og annarra ISIS-liða sem þóttu líklegir til að taka við stjórnartaumunum ef Baghdadi yrði felldur. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Þá er Salbi sagður vera heilinn á bakvið ódæði ISIS-liða gagnvart Jasídum, sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðarmorð. Salbi er talinn hafa varið undanförnum mánuðum og vikum í að tryggja yfirráð sín yfir hryðjuverkasamtökunum. Þó yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi og Írak sé fallið er talið að þúsundir vígamanna séu enn í felum í ríkjunum og sömuleiðis hafa önnur hryðjuverkasamtök í Afríku og suðaustur Asíu lýst yfir hollustu við ISIS. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn en talið er mögulegt að Salbi haldi til í Tyrklandi, þar sem bróðir hans er stjórnmálamaður.
Írak Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira