Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:30 Sadio Mané lyftir Meistaradeildarbikarnum en hann hefur verið magnaður síðasta árið. Getty/Matthias Hangst Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira