Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:30 Sadio Mané lyftir Meistaradeildarbikarnum en hann hefur verið magnaður síðasta árið. Getty/Matthias Hangst Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn