Einkunnir strákanna okkar á móti Noregi: Ólafur bestur en Aron fær fyrsta ás liðsins á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 19:48 Ólafur Guðmundsson kom að þrettán íslenskum mörkum í leiknum. Getty/TF-Images Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. Norðmenn komust í 7-0 í upphafi leiksins og íslenska liðið fór ekki í gang fyrr en Guðmundur Guðmundsson henti máttlausum lykilmönnum á bekkinn. Bestu menn liðsins, skyttan Ólafur Guðmundsson og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson, byrjuðu hvorugur inn á í þessum leik en komu mjög sterkir inn. Viktor Gísli varði tvö víti og fimmtán skot alls en besti maður íslenska liðsins var Ólafur Guðmundsson sem átti stórleik. Ólafur hefur ekki fengið mörg alvöru tækifæri á þessu móti en í dag fékk hann að spila þegar Aron Pálmarsson var settur á bekkinn. Ólafur kom alls að tólf fleiri mörkum en Aron Pálmarsson í leiknum. Aron átti hörmulegan dag og fær fyrsta ásinn hjá okkur á þessu móti. Það er ótrúlegt að horfa upp á jafngóðan handboltamann mæta svo andlausan og máttlausan til leiks. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Noregi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 13:20 mín.) Björgvin Páll hefur staðið sig frábærlega á mótinu en hann náði engum takti í þessum leik. Það var fljótt ljóst í upphafi leiksins að hann var ekki að fara verja neinn bolta. Hann hefur hins vegar sýnt það að ef einhver kemur til baka þá er það hann.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 2 (1 mark - 28:56 mín.) Guðjón Valur byrjaði leikinn en Norðmenn lokuðu á allt hornaspil íslenska liðsins. Það var líka ljóst að Íslendingar myndu ekki skila mörgum hraðaupphlaupsmörkum í leiknum sem er hans sérgrein. Ekki hans leikur eða hans dagur.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 1 (1 mark - 11:27 mín.) Í aðdraganda leiksins töluðu margir um einvígi Sagosen og Arons en Aron mætti því miður ekki til leiks. Hann hefur verið afar óstöðugur með íslenska landsliðinu í gegnum tíðina. Þetta Evrópumót er engin undantekning. Frammistaða hans gegn Noregi olli miklum vonbrigðum. Hann hreinlega kastaði inn handklæðinu.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:11 mín.) Janus Daði var fyrir leikinn búinn að eiga mjög gott mót en hann virkaði lítill í sér strax í upphafi leiks og hreinlega hræddur við að takast á við þetta verkefni sem var ærið. Leikmennirnir í kringum hann hjálpuðu honum hins vegar ekki í byrjun leiksins. Þeir voru hreinlega afleitir.Alexander Petersson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 21:57 mín.) Alexander var í miklum vandræðum strax í upphafi leiksins. Það hefur mikil orka farið í þá leiki sem búnir eru. Hann virkaði bensínlaus, þreyttur og skal engan undra. Við skulum rétt vona að Alexander nái að sýna sitt rétta andlit í síðasta leiknum því það gæti skipt sköpum gegn Svíum.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 28:29 mín.) Arnór nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði fjögur mörk. Íslensku leikmönnunum gekk afar illa að opna hornin og hann fékk í sjálfu sér ekki úr miklu að moða. Hann skilaði hins vegar ágætu verki meðan hans naut við á móti einu besta liði heims.Kári Kristjánsson lína - 2 (1 mark - 17:08 mín.) Kári var í bullandi vandræðum allan leikinn. Norska liðið var með hann í heljargreipum og virtist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að loka á þennan besta sóknarlínumann Íslands. Hinu má ekki gleyma að sendingarnar sem hann fékk voru margar hverjar afar erfiðar og illa ígrundaðar og á stundum barnalegar.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (5 stopp - 43:37 mín.) Ýmir var í líka í vandræðum í byrjun leiksins. Fullvaxnir Norðmenn löbbuðu hreinlega í gegn, slag í slag. Hann kom til baka í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var leikinn framar. Það var allt annað að sjá til hans þá. Fínn í sókninni og óheppinn að skora ekki meira en tvö mörk.Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (11 stopp - 37:25 mín.) Elvar var eins og í öðrum leikjum frábær í varnarleiknum og ekki síst í síðari hálfleik. Eins og Ýmir var hann í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum ekki síst maður gegn manni þar sem hann var oftar en ekki lang á eftir. Skoraði tvö góð mörk sem er jákvætt.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (15/2 varin skot- 41:02 mín.) Ungi maðurinn sýndi okkur enn og aftur að þar er á ferðinni mikið efni. Við hikum ekki við að segja að Viktor Gísli getur komist í allra fremstu röð. Það var unun að fylgjast með honum í leiknum. Hann virtist vera í góðu jafnvægi og hefur sér við hlið líklega besta kennara heims, Tomas Svensson.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 50:16 mín.) Ólafur var langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Hann var frábær í sóknarleiknum, bar litla virðingu fyrir norska liðinu og miðað við frammistöðuna í leiknum hefði hann eflaust átt að fá fleiri alvöru tækifæri á þessu Evrópumóti. Ólafur var í vandræðum í vörninni á köflum en hver var það ekki í íslenska liðinu framan af leik. Vonandi nær hann að fylgja þessu eftir á móti Svíum á morgun.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (2 mörk - 30:57 mín.) Bjarki Már var í svipuðum vandamálum og aðrir hornamenn Íslands. Það var hreinlega lokað á hann og hann náði engan veginn að láta ljós sitt skína. Það styttist í að hann eigi þessa stöðu einn og sér.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 32:12 mín.) Haukur átti í raun frábæra innkomu. Hann hljóp á vegg gegn Portúgal og var fljótt tekinn af velli. Hann fékk hins vegar traustið í leiknum gegn Noregi og það var ekki einfalt verkefni sem að honum var rétt. Norðmenn eru afar fastir fyrir í vörninni og í raun frábærir. Eins og við vitum öll er Haukur framtíðarmaður og verður án vafa einn af þeim bestu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 25:20 mín.) Viggó átti frábæra innkomu þegar hann kom inn fyrir Alexander en það var hrein unun að fylgjast með honum. Tímasetningin á hlaupum hans var algjörlega til fyrirmyndar og það hreinlega lekur af honum skynsemin. Viggó er afar klókur leikmaður sem við eigum eftir að sjá meira af með íslenska landsliðinu á næstu árum. Hreinlega búinn að negla sætið sitt í liðinu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:43 mín.) Sigvaldi var í vandræðum með að finna rétta taktinn í sóknarleiknum. Hann skoraði hins vegar úr þremur vítaköstum og allir sem hafa fylgst með Sigvalda vita hvað hann getur og hvað í honum býr. Leikmaður sem hefur fest sig í sessi eins og Viggó. Er með mikla hæfileika og maður sem verður erfitt að ýta út úr liðinu á næstu árum.Sveinn Jóhannsson, lína - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Guðmundur var ekki lengi að bregðast við í stöðunni 7-0 og kannski skiljanlega enda þurfti eitthvað að gerast. Setti Aron Pálmarsson á bekkinn sem var hárrétt ákvörðun. Hann setti líka yngri leikmenn inn á völlinn og þegar líða fór á leikinn þá fann íslenska liðið frábærar lausnir í sóknarleiknum. Það verður líka að hæla þjálfaranum fyrir það að hann rak menn framar í varnarleiknum sem var í raun eina lausnin gegn þessu norska liði. Hann var fljótur að átta sig á því að maður á mann áttum við enga möguleika gegn hraustum Norðmönnum. Nú verður að byggja á því sem vel var gert í þessum leik og þar reynir talsvert á þjálfarann að kreista eitthvað út úr liðinu á móti Svíþjóð á morgun. Guðmundur er aftur á móti með efnivið í höndunum og það er ekki sjálfgefið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þremur mörkum fyrir Norðmönnum í þriðja og næstsíðasta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Bestu menn íslenska liðsins komu inn af bekknum. Norðmenn komust í 7-0 í upphafi leiksins og íslenska liðið fór ekki í gang fyrr en Guðmundur Guðmundsson henti máttlausum lykilmönnum á bekkinn. Bestu menn liðsins, skyttan Ólafur Guðmundsson og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson, byrjuðu hvorugur inn á í þessum leik en komu mjög sterkir inn. Viktor Gísli varði tvö víti og fimmtán skot alls en besti maður íslenska liðsins var Ólafur Guðmundsson sem átti stórleik. Ólafur hefur ekki fengið mörg alvöru tækifæri á þessu móti en í dag fékk hann að spila þegar Aron Pálmarsson var settur á bekkinn. Ólafur kom alls að tólf fleiri mörkum en Aron Pálmarsson í leiknum. Aron átti hörmulegan dag og fær fyrsta ásinn hjá okkur á þessu móti. Það er ótrúlegt að horfa upp á jafngóðan handboltamann mæta svo andlausan og máttlausan til leiks. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Noregi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2 (2 varin skot- 13:20 mín.) Björgvin Páll hefur staðið sig frábærlega á mótinu en hann náði engum takti í þessum leik. Það var fljótt ljóst í upphafi leiksins að hann var ekki að fara verja neinn bolta. Hann hefur hins vegar sýnt það að ef einhver kemur til baka þá er það hann.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 2 (1 mark - 28:56 mín.) Guðjón Valur byrjaði leikinn en Norðmenn lokuðu á allt hornaspil íslenska liðsins. Það var líka ljóst að Íslendingar myndu ekki skila mörgum hraðaupphlaupsmörkum í leiknum sem er hans sérgrein. Ekki hans leikur eða hans dagur.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 1 (1 mark - 11:27 mín.) Í aðdraganda leiksins töluðu margir um einvígi Sagosen og Arons en Aron mætti því miður ekki til leiks. Hann hefur verið afar óstöðugur með íslenska landsliðinu í gegnum tíðina. Þetta Evrópumót er engin undantekning. Frammistaða hans gegn Noregi olli miklum vonbrigðum. Hann hreinlega kastaði inn handklæðinu.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:11 mín.) Janus Daði var fyrir leikinn búinn að eiga mjög gott mót en hann virkaði lítill í sér strax í upphafi leiks og hreinlega hræddur við að takast á við þetta verkefni sem var ærið. Leikmennirnir í kringum hann hjálpuðu honum hins vegar ekki í byrjun leiksins. Þeir voru hreinlega afleitir.Alexander Petersson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 21:57 mín.) Alexander var í miklum vandræðum strax í upphafi leiksins. Það hefur mikil orka farið í þá leiki sem búnir eru. Hann virkaði bensínlaus, þreyttur og skal engan undra. Við skulum rétt vona að Alexander nái að sýna sitt rétta andlit í síðasta leiknum því það gæti skipt sköpum gegn Svíum.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 28:29 mín.) Arnór nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði fjögur mörk. Íslensku leikmönnunum gekk afar illa að opna hornin og hann fékk í sjálfu sér ekki úr miklu að moða. Hann skilaði hins vegar ágætu verki meðan hans naut við á móti einu besta liði heims.Kári Kristjánsson lína - 2 (1 mark - 17:08 mín.) Kári var í bullandi vandræðum allan leikinn. Norska liðið var með hann í heljargreipum og virtist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að loka á þennan besta sóknarlínumann Íslands. Hinu má ekki gleyma að sendingarnar sem hann fékk voru margar hverjar afar erfiðar og illa ígrundaðar og á stundum barnalegar.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (5 stopp - 43:37 mín.) Ýmir var í líka í vandræðum í byrjun leiksins. Fullvaxnir Norðmenn löbbuðu hreinlega í gegn, slag í slag. Hann kom til baka í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var leikinn framar. Það var allt annað að sjá til hans þá. Fínn í sókninni og óheppinn að skora ekki meira en tvö mörk.Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (11 stopp - 37:25 mín.) Elvar var eins og í öðrum leikjum frábær í varnarleiknum og ekki síst í síðari hálfleik. Eins og Ýmir var hann í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum ekki síst maður gegn manni þar sem hann var oftar en ekki lang á eftir. Skoraði tvö góð mörk sem er jákvætt.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (15/2 varin skot- 41:02 mín.) Ungi maðurinn sýndi okkur enn og aftur að þar er á ferðinni mikið efni. Við hikum ekki við að segja að Viktor Gísli getur komist í allra fremstu röð. Það var unun að fylgjast með honum í leiknum. Hann virtist vera í góðu jafnvægi og hefur sér við hlið líklega besta kennara heims, Tomas Svensson.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 50:16 mín.) Ólafur var langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Hann var frábær í sóknarleiknum, bar litla virðingu fyrir norska liðinu og miðað við frammistöðuna í leiknum hefði hann eflaust átt að fá fleiri alvöru tækifæri á þessu Evrópumóti. Ólafur var í vandræðum í vörninni á köflum en hver var það ekki í íslenska liðinu framan af leik. Vonandi nær hann að fylgja þessu eftir á móti Svíum á morgun.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (2 mörk - 30:57 mín.) Bjarki Már var í svipuðum vandamálum og aðrir hornamenn Íslands. Það var hreinlega lokað á hann og hann náði engan veginn að láta ljós sitt skína. Það styttist í að hann eigi þessa stöðu einn og sér.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 32:12 mín.) Haukur átti í raun frábæra innkomu. Hann hljóp á vegg gegn Portúgal og var fljótt tekinn af velli. Hann fékk hins vegar traustið í leiknum gegn Noregi og það var ekki einfalt verkefni sem að honum var rétt. Norðmenn eru afar fastir fyrir í vörninni og í raun frábærir. Eins og við vitum öll er Haukur framtíðarmaður og verður án vafa einn af þeim bestu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 25:20 mín.) Viggó átti frábæra innkomu þegar hann kom inn fyrir Alexander en það var hrein unun að fylgjast með honum. Tímasetningin á hlaupum hans var algjörlega til fyrirmyndar og það hreinlega lekur af honum skynsemin. Viggó er afar klókur leikmaður sem við eigum eftir að sjá meira af með íslenska landsliðinu á næstu árum. Hreinlega búinn að negla sætið sitt í liðinu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 30:43 mín.) Sigvaldi var í vandræðum með að finna rétta taktinn í sóknarleiknum. Hann skoraði hins vegar úr þremur vítaköstum og allir sem hafa fylgst með Sigvalda vita hvað hann getur og hvað í honum býr. Leikmaður sem hefur fest sig í sessi eins og Viggó. Er með mikla hæfileika og maður sem verður erfitt að ýta út úr liðinu á næstu árum.Sveinn Jóhannsson, lína - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Guðmundur var ekki lengi að bregðast við í stöðunni 7-0 og kannski skiljanlega enda þurfti eitthvað að gerast. Setti Aron Pálmarsson á bekkinn sem var hárrétt ákvörðun. Hann setti líka yngri leikmenn inn á völlinn og þegar líða fór á leikinn þá fann íslenska liðið frábærar lausnir í sóknarleiknum. Það verður líka að hæla þjálfaranum fyrir það að hann rak menn framar í varnarleiknum sem var í raun eina lausnin gegn þessu norska liði. Hann var fljótur að átta sig á því að maður á mann áttum við enga möguleika gegn hraustum Norðmönnum. Nú verður að byggja á því sem vel var gert í þessum leik og þar reynir talsvert á þjálfarann að kreista eitthvað út úr liðinu á móti Svíþjóð á morgun. Guðmundur er aftur á móti með efnivið í höndunum og það er ekki sjálfgefið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 16:30