Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki spáir svipuðu ári og 2019.
Suzuki á Íslandi á von á stærri jeppa í haust sem verður plug-in og Hybrid. Auk þess er von á skutbíl sem spenna ríkir fyrir að sögn Sonju.
„Meiri rafvæðing,“ er helsta þróun næstu ára að mati Sonju. Þá telur hún að sjálfkeyrandi bílar verði ekki búnir að taka yfir innan áratugarins.
„Við erum alltaf bjartsýn, förum inn í nýja árið með bros á vör,“ sagði Sonja í samtali við Vísi.
Leitað hefur verið til allra bílaumboða verða viðbrögð þeirra birt í þeirri röð sem þau berast.