Sporin hræða Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. janúar 2020 07:00 Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun