Handbolti

Viktor Gísli: Ætlum að gera ís­lensku þjóðina stolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot

Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins í gær.

Þessi ungi og efnilegi markvörður lokaði markinu gegn Noregi en þrátt fyrir þriggja marka tap, 31-28, voru ungu strákarnir ljósu punktarnir í leik Íslands.

Ásamt Viktori Gísla skinu leikmenn eins og Haukur Þrastarson og Ýmir Örn Gíslason skært en í kvöld bíður síðasti leikur mótsins er Ísland mætir Svíþjóð.

„Við ætlum að klára síðasta leikinn með stolti og gera íslensku þjóðina stolta og vinna þennan leik,“ sagði Viktor Gísli.

Hann segir að hann hafi verið eðlilega ánægður með allar mínúturnar í gær en er þó hógvær hvað varðar spilmínútur er í Svíaleikinn er komið.

„Ég vona það. Við verðum að sjá til í kvöld og vona það besta,“ sagði Framarinn aðspurður hvort að hann væri að búast við svipuðu tækifæri í kvöld.


Tengdar fréttir

Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×