Slátrið og pungarnir Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 22. janúar 2020 11:00 Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Reykjavík Þorrablót Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vísir sagði frá því á mánudag að KR-ingar og velunnarar hafi þjófstartað Þorranum með blóti þar sem gestir hafi hámað í sig slátrið og pungana. ÍR-ingar tóku Þorrann líka snemma og skemmtu Breiðhyltingar sér stórvel um helgina með sínu hefðbundna blóti. Með Þorranum sem hefst nú á bóndadag, koma enn fleiri þorrablót þar sem við komum saman og skemmtum okkur í góðra vina hópi. Í Reykjavík hefur myndast hefð fyrir því að íþróttafélögin standi fyrir þorrablótum, sem lið í fjáröflun sinni. Hvert og eitt félaganna vill leggja metnað í góðan matseðil og flott skemmtiatriði, til að allir geti nú átt hið besta blót. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að matseðill þorrablóta varð fjölbreyttari en áður. Í bland við hinn hefðbundna þorramat; hangikjöt, sviðasultu, súrsað kjöt og hákarl er farið að bjóða upp á nauta- eða lambakjöt í bland. Jafnvel grænmetisrétti. Þorrablótsnefndir kappkosta við að bjóða upp á fjölbreytni og valkosti fyrir þá sem ekki eru spenntir fyrir þessum hefðbundnari þorramat til að allir geti nú farið sáttir heim. Þegar skemmtiatriði blótanna eru skoðuð virðast þau eftir að fara í gegnum viðlíka endurskoðun. Í mörg ár hafa borist kvartanir um því hve fáar konur eru bókaðar til að skemmta á þorrabótum. Skiptir þar engu hvort horft sé til veislustjóra, uppistandara eða tónlistarfólks. Algengt hefur verið að öll skemmtiatriði kvöldsins hafi verið karlar og heldur það áfram þetta árið, sé litið til dagskrár þorrablóta íþróttafélaga í Reykjavík. Fimm íþróttafélög Reykjavíkur hafa auglýst eða haldið þorrablótin sín í ár; ÍR, KR, Fjölnir, Víkingur og Fram. Á auglýsingum þessara íþróttafélaga koma fram 20 skemmtiatriði, ýmist einstaklingar eða hljómsveitir. Af þessum 20 skemmtiatriðum eru 14 karlmenn eða hljómsveitir skipaðar karlmönnum og sex konur. Fjölni tekst mjög vel að sýna hversu lítið mál það er að finna skemmtilegar konur og býður upp á fjórar af þessum sex á sínu blóti. Þar munu Margrét Eir, Sigga Beinteins, Regína Ósk og Ragga Gísla halda stuðinu uppi, ásamt þeim Ingó, Steinda Jr. og Auðunni Blöndal. Víkingur býður upp á jafnt kynjahlutfall með Sögu Garðars og Stuðlabandinu. Fram auglýsir eina konu og þrjá karla. Tvö af stærstu félögunum, fyrrnefnd KR og ÍR auglýstu sjö skemmtiatriði sem einkenndust svolítið af því að boðið hafi bara verið upp á slátur og punga, þar sem einungis karlar voru auglýstir. Kynjamisrétti hefur, því miður, birst í starfi íþróttafélaganna. Þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir tæpum tíu árum óskaði ég eftir ítarlegri úttekt á jafnréttismálum í íþróttafélögum í Reykjavík. Í þeirri vinnu kom fram að flestum íþróttafélögunum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda hefðu allir klausu um jafnrétti í stefnum sínum. Árið 2018 var í fréttum RÚV fjallað um rannsókn um umgjörð og aðbúnað fótboltaliða í efstu deild karla og kvenna. Niðurstöðurnar voru sláandi, enda birtist misréttið t.d. í aðgengi að þjálfurum, æfingatímum, búningaklefum, æfingasvæðum og útgjöldum í markaðssetningum. Svo er erfitt að ræða um þetta málefni án þess að minnast á alvarlegu brotin sem við lásum um í frásögnum íþróttakvenna í MeToo-byltingunni 2017. Umræðan um kynjamisréttið í íþróttastarfi hefur sem betur fer fengið aukið vægi, sérstaklega þegar kemur að starfi yngri flokka. Í samstarfssamningi Reykjavíkur og Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur fram að íþróttafélögin bjóða eigi upp á sambærilega aðstöðu og þjálfun fyrir bæði kyn. Félögin skuli hafa virka jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Þá verður haldin ráðstefna í Laugardalshöll á morgun, í tengslum við Reykjavík International Games, þar sem rætt verður um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum. En ef mönnum er alvara með að ná jafnrétti, verður það þá ekki að eiga alls staðar við? Það er greinilega auðvelt að detta í gamla gírinn, þar sem gleymt er að hugsa að fjölbreytni og því að bjóða ekki einvörðungu upp á slátur og súrsaða hrútspunga. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráði Reykjavíkur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun