Verður fyrsta konan til að gegna embætti Grikklandsforseta Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2020 12:43 Ekaterini Sakellaropoulou hefur á síðustu árum gegnt embætti forseta stjórnlagadómstóls Grikklands. AP Ekaterini Sakellaropoulou verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Grikklands. Þetta verð ljóst eftir að mikill meirihluti gríska þingsins greiddi atkvæði með tillögu um að hún yrði næsti forseti landsins. Hin 63 ára Sakellaropoulou, sem starfað hefur sem forseti stjórnlagadómstólsins, naut stuðnings þvert á flokka en alls greiddu 261 þingmaður af 294 atkvæði með tillögunni. „Ekaterini Sakellaropoulou hefur verið tilnefnd sem forseti lýðveldsins,“ sagði þingforsetinn Costas Tassoulas eftir atkvæðagreiðsluna. Hún tekur við embættinu af Prokopis Pavlopoulos hættir í mars eftir fimm ár í embætti forseta. Íhaldsmaðurinn og forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis lagði fram tillögu um Sakellaropoulou sem næsta forseta, en hún er sérfræðingur í málefnum stjórnarskrár landsins og umhverfislöggjöf. Mitsotakis lagði ekki einungis áherslu á að Sakellaropoulou væri kona, heldur einnig óflokksbundin sem er nýlunda þegar kemur að forsetaembættinu. Mitsotakis hefur sætt mikillar gagnrýni í heimalandinu vegna lítils fjölda kvenna í ríkisstjórn. Sakellaropoulou stundaði nám meðal annars í Sorbonne-háskólanum í París og var fyrsta konan til að gegna embætti forseta stjórnlagadómstólsins. Forseti Grikklands er æðsti yfirmaður hersins og veitir mönnum umboð til myndunar ríkisstjórnar, en er að öðru leyti að stærstum hluta valdalítið embætti. Grikkland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Ekaterini Sakellaropoulou verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Grikklands. Þetta verð ljóst eftir að mikill meirihluti gríska þingsins greiddi atkvæði með tillögu um að hún yrði næsti forseti landsins. Hin 63 ára Sakellaropoulou, sem starfað hefur sem forseti stjórnlagadómstólsins, naut stuðnings þvert á flokka en alls greiddu 261 þingmaður af 294 atkvæði með tillögunni. „Ekaterini Sakellaropoulou hefur verið tilnefnd sem forseti lýðveldsins,“ sagði þingforsetinn Costas Tassoulas eftir atkvæðagreiðsluna. Hún tekur við embættinu af Prokopis Pavlopoulos hættir í mars eftir fimm ár í embætti forseta. Íhaldsmaðurinn og forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis lagði fram tillögu um Sakellaropoulou sem næsta forseta, en hún er sérfræðingur í málefnum stjórnarskrár landsins og umhverfislöggjöf. Mitsotakis lagði ekki einungis áherslu á að Sakellaropoulou væri kona, heldur einnig óflokksbundin sem er nýlunda þegar kemur að forsetaembættinu. Mitsotakis hefur sætt mikillar gagnrýni í heimalandinu vegna lítils fjölda kvenna í ríkisstjórn. Sakellaropoulou stundaði nám meðal annars í Sorbonne-háskólanum í París og var fyrsta konan til að gegna embætti forseta stjórnlagadómstólsins. Forseti Grikklands er æðsti yfirmaður hersins og veitir mönnum umboð til myndunar ríkisstjórnar, en er að öðru leyti að stærstum hluta valdalítið embætti.
Grikkland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira