Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2020 21:36 Boeing 757 við skýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Boeing hætti framleiðslu hennar fyrir 16 árum. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri. Meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Icelandair lýsti um miðjan desember bjartsýni um að 737 MAX-vélarnar flygju á ný í maímánuði í vor og að þær myndu þannig nýtast á háannatíma sumarsins. En í gær birtust fréttir af því að Boeing-verksmiðjurnar teldu sig þurfa enn lengri tíma í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld til að koma Möxunum aftur í rekstur. Tvær af MAX-vélum Icelandair á Keflavíkurflugvelli í október, daginn sem þær voru ferjaðar til Spánar.Vísir/KMU. Samkvæmt upphaflegum áætlunum Icelandair áttu alls fjórtan Maxar að vera komnir inn í reksturinn á þessu ári; níu vélar áttu að vera komnar inn á síðasta ári og síðan áttu fimm að bætast við á þessu ári. Icelandair segir í tilkynningu í dag að vegna ráðstafana, sem þegar sé búið að grípa til, verði áhrifin á útgefna sumaráætlun félagsins óveruleg. Þannig sé búið að leigja inn þrjár Boeing 737-800 vélar. Jafnframt neyðist félagið til að halda fjölda Boeing 757 véla lengur í flota félagsins, sem áður stóð til að taka úr notkun eftir því sem MAX-vélarnar kæmu inn og leystu þær af hólmi. Boeing 757 í viðhaldsskýli Icelandair.Vísir/sigurjón 757-vélarnar eru mun óhagkvæmari í rekstri, eyða fjórðungi meira eldsneyti á hvert sæti, auk þess sem viðhaldskostnaður þyngist eftir því sem aldurinn færist yfir þær. Boeing hætti framleiðslu þeirra fyrir sextán árum og er meðalaldur 757-véla Icelandair núna 24 ár. Elstu vélar félagsins eru um þrítugt, sú elsta árgerð 1989, samkvæmt upplýsingum á flugvefsíðunni Planespotters. Forstjórinn Bogi Nils Bogason sagði fyrir mánuði að Icelandair stefndi að ákvörðun fljótlega á nýju ári um næstu skref í flotamálum. Menn bíða spenntir eftir því hvort félagið muni snúa sér að Airbus-þotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri. Meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Icelandair lýsti um miðjan desember bjartsýni um að 737 MAX-vélarnar flygju á ný í maímánuði í vor og að þær myndu þannig nýtast á háannatíma sumarsins. En í gær birtust fréttir af því að Boeing-verksmiðjurnar teldu sig þurfa enn lengri tíma í samvinnu við alþjóða flugmálayfirvöld til að koma Möxunum aftur í rekstur. Tvær af MAX-vélum Icelandair á Keflavíkurflugvelli í október, daginn sem þær voru ferjaðar til Spánar.Vísir/KMU. Samkvæmt upphaflegum áætlunum Icelandair áttu alls fjórtan Maxar að vera komnir inn í reksturinn á þessu ári; níu vélar áttu að vera komnar inn á síðasta ári og síðan áttu fimm að bætast við á þessu ári. Icelandair segir í tilkynningu í dag að vegna ráðstafana, sem þegar sé búið að grípa til, verði áhrifin á útgefna sumaráætlun félagsins óveruleg. Þannig sé búið að leigja inn þrjár Boeing 737-800 vélar. Jafnframt neyðist félagið til að halda fjölda Boeing 757 véla lengur í flota félagsins, sem áður stóð til að taka úr notkun eftir því sem MAX-vélarnar kæmu inn og leystu þær af hólmi. Boeing 757 í viðhaldsskýli Icelandair.Vísir/sigurjón 757-vélarnar eru mun óhagkvæmari í rekstri, eyða fjórðungi meira eldsneyti á hvert sæti, auk þess sem viðhaldskostnaður þyngist eftir því sem aldurinn færist yfir þær. Boeing hætti framleiðslu þeirra fyrir sextán árum og er meðalaldur 757-véla Icelandair núna 24 ár. Elstu vélar félagsins eru um þrítugt, sú elsta árgerð 1989, samkvæmt upplýsingum á flugvefsíðunni Planespotters. Forstjórinn Bogi Nils Bogason sagði fyrir mánuði að Icelandair stefndi að ákvörðun fljótlega á nýju ári um næstu skref í flotamálum. Menn bíða spenntir eftir því hvort félagið muni snúa sér að Airbus-þotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17
Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18