Handbolti

Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

„Þetta var erfitt í dag. Bæði lið höfðu ekki að neinu að keppa en við vildum klárlega meira. Mér fannst við vera klárir en við áttum greinilega ekki nógu mikið eftir á tankinum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið fyrir Svíþjóð, 25-32, í kvöld.

„Það er smá tómleikatilfinning sem fylgir þessu. Við vorum í möguleika og héldum að við gætum komist í 7. sæti sem hefði ekki verið slæmur árangur.“

Þrátt fyrir vonbrigði í síðustu tveimur leikjunum á EM segir Guðjón Valur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt út úr mótinu.

„Það eru of miklar hæðir og lægðir hjá okkur og of langt á milli hjá okkur. Það voru margir kaflar þar sem við gerðum góða hluti en það gerir þetta aðeins súrara. Þegar þetta gengur ekki gengur þetta alls ekki,“ sagði Guðjón Valur.

Fyrirliðinn segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Ég veit það ekki. Við skulum spara yfirlýsingar og taka ákvarðanir þremur mínutum eftir mót,“ sagði Guðjón Valur.

„En ég hef sagt að á meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn. En ég skil líka að þetta ætti að vera ungra manna sport. En meðan ég get hlaupið með og krafta minna er óskað held ég að ég verði til staðar. Mér finnst ég enn hafa eitthvað fram að færa.“


Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea

Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×