Kristján: Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2020 22:02 Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02
Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34