Vetrarfærð í flestum landshlutum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 06:30 Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Vegagerðin Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020 Samgöngur Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Vetrarfærð er í flestum hlutum landsins og er slæmt ferðaveður um vestan- og norðvestanvert landið. Vindur er 15-25 m/s og hvassast um landið norðvestanvert. Austantil á landinu er léttskýjað og éljagangur. Draga mun úr vindi í nótt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, og er spáð breytilegri átt, 3-10 m/s á morgun. Létta á til þegar líður á morgundaginn. Undir annað kvöld á þó að bæta í vind aftur og snjóa. Snjóþekja og stórhríð er á Hellisheiði og er varað við dimmum éljum fyrri hluta dagsins. Þá segir Vegagerðin að mögulegt væri að heiðinni og Þrengslum yrði lokað með stuttum fyrirvara. Þröskuldar eru ófærir og það sama gildir um Klettsháls og Hálfdán. Óvissustig er á Súðavíkurhlíð þar sem veginum hefur verið lokað. Þá er slæmt ferðaveður á milli Akureyrar og Húsavíkur og Akureyrar og Mývatns. Mjög hvasst er á svæðinu og blindhríð. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él, en þurrt austanlands. Frost 0 til 5 stig. Seinnipartinn gengur í austan 10-18 með snjókomu og síðar slyddu á sunnanverðu landinu og hægt hlýnandi veðri. Á laugardag: Hvöss austlæg átt og snjókoma, en slydda eða rigning sunnantil. Snýst í hægari suðlæga átt eftir hádegi. Frost 0 til 3 stig, en hiti að 4 stigum við suðurströndina. Á sunnudag: Breytileg átt, víða 5-10 m/s, og dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig. Á mánudag: Suðaustlæg átt, bjartviðri en stöku él. Frost um land allt. Hvessir af austri syðst um kvöldið. Á þriðjudag: Stíf austlæg átt og él, en úrkomulítið vestantil. Kalt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Frost um allt land. Yfirlit: Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða slæmt ferðaveður um vestan og norðvestanvert landið. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 23, 2020
Samgöngur Veður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira