Zion mættur í NBA og kveikti í höllinni með svaka sýningu í lokaleikhlutanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Zion Williamson skoraði sautján stig í röð í fjórða leikhlutanum og allt varð vitlaust í höllinni í New Orleans. Hér skorar hann eina af átta körfum sínum í leiknum. Getty/Chris Graythen/ Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira