Markatala Íslands er -33 í lokaleikjum síðustu sex stórmóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 10:30 Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins. Getty/Uwe Anspach Íslenska handboltalandsliðið endaði Evrópumótið í gærkvöldi með því að steinliggja á móti Svíum og þetta mót var því endasleppt hjá íslenska liðinu eins og öll stórmót liðsins undanfarin ár. Það eru liðin sex ár síðan að íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði stórmót á jákvæðum nótum því lokaleikur liðsins frá og með HM í Katar árið 2015 hefur aðeins boðið á svekkjandi töp. Það sem meira er að lokaleikir þessara sex stórmóta hafa tapast með samtals 33 mörkum eða 5,5 mörkum að meðaltali í leik. Síðasta mót sem endaði á sigri var EM í Danmörku árið 2014 þar sem íslensku strákarnir unnu eins marks sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið, 28-27. Íslenska liðið var þá fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiksins en kom til baka og tryggði sér sigur með því að skora tvö síðustu mörkin. Rúnar Kárason skoraði sigurmarkið en Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur og maður leiksins með átta mörk úr tíu skotum og 5 stoðsendingar. Íslenska liðið hefur ekki aðeins tapað lokaleiknum sínum á síðustu þremur stórmótum því á þeim öllum hafa strákarnir tapað að minnsta kosti tveimur síðustu leikjunum sínum. Markatala Íslands í tveimur síðustu leikjum sínum á síðustu fimm stórmótum er síðan -52 sem er allt annað en falleg sjón. Allt bendir til þess að íslenska liðið hafi hreinlega ekki breidd né burði til að halda út svona erfið mót og liðið sé alltaf orðið bensínlaust í lokaleikjum sínum.Síðasti leikur íslenska handboltalandsliðsins á síðustu stórmótum: EM 2020: 7 marka tap á móti Svíþjóð (25-32) HM 2019: 3 marka tap fyrir Brasilíu (29-32) EM 2018: 3 marka tap fyrir Serbíu (26-29) HM 2017: 6 marka tap fyrir Frakklandi (25-31) EM 2016: 9 marka tap fyrir Króatíu (28-37) HM 2015: 5 marka tap fyrir Danmörku (25-30)Síðustu tveir leikir íslenska handboltalandsliðsins á síðustu stórmótum: EM 2020: 2 töp, markatala: -10 HM 2019: 2 töp, markatala: -12 EM 2018: 2 töp, markatala: -10 HM 2017: 1 tap, 1 jafntefli, markatala: -10 EM 2016: 2 töp, markatala: -10 EM 2020 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið endaði Evrópumótið í gærkvöldi með því að steinliggja á móti Svíum og þetta mót var því endasleppt hjá íslenska liðinu eins og öll stórmót liðsins undanfarin ár. Það eru liðin sex ár síðan að íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði stórmót á jákvæðum nótum því lokaleikur liðsins frá og með HM í Katar árið 2015 hefur aðeins boðið á svekkjandi töp. Það sem meira er að lokaleikir þessara sex stórmóta hafa tapast með samtals 33 mörkum eða 5,5 mörkum að meðaltali í leik. Síðasta mót sem endaði á sigri var EM í Danmörku árið 2014 þar sem íslensku strákarnir unnu eins marks sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið, 28-27. Íslenska liðið var þá fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiksins en kom til baka og tryggði sér sigur með því að skora tvö síðustu mörkin. Rúnar Kárason skoraði sigurmarkið en Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur og maður leiksins með átta mörk úr tíu skotum og 5 stoðsendingar. Íslenska liðið hefur ekki aðeins tapað lokaleiknum sínum á síðustu þremur stórmótum því á þeim öllum hafa strákarnir tapað að minnsta kosti tveimur síðustu leikjunum sínum. Markatala Íslands í tveimur síðustu leikjum sínum á síðustu fimm stórmótum er síðan -52 sem er allt annað en falleg sjón. Allt bendir til þess að íslenska liðið hafi hreinlega ekki breidd né burði til að halda út svona erfið mót og liðið sé alltaf orðið bensínlaust í lokaleikjum sínum.Síðasti leikur íslenska handboltalandsliðsins á síðustu stórmótum: EM 2020: 7 marka tap á móti Svíþjóð (25-32) HM 2019: 3 marka tap fyrir Brasilíu (29-32) EM 2018: 3 marka tap fyrir Serbíu (26-29) HM 2017: 6 marka tap fyrir Frakklandi (25-31) EM 2016: 9 marka tap fyrir Króatíu (28-37) HM 2015: 5 marka tap fyrir Danmörku (25-30)Síðustu tveir leikir íslenska handboltalandsliðsins á síðustu stórmótum: EM 2020: 2 töp, markatala: -10 HM 2019: 2 töp, markatala: -12 EM 2018: 2 töp, markatala: -10 HM 2017: 1 tap, 1 jafntefli, markatala: -10 EM 2016: 2 töp, markatala: -10
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira