Við þurfum að hlusta bæði á foreldra og leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. janúar 2020 10:00 Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun